Heim Hvaða Hashtag er verið að nota?

Hvaða Hashtag er verið að nota?

Það eru flestir pennar hér á Lappari.com nota Twitter að reglulega og þekkja því mikilvægi þess að vera með á hreinu hvaða Hashtag er verið að nota um ákveðin málefni. Veit ekki hversu oft ég hef opnað Twitter þegar einhver viðburður er að hefjast og feed´ið mitt er fullt af spurningum eins og “hvaða Hashtag á að nota fyrir _____?”

Vegna þessa ákváðum við að taka þessi helstu saman og halda úti á www.lappari.com/hashtag en ef það vantar hashtag, lýsing er vittlaus eða þið hafið aðrar athugasemdir þá er um að gera að láta okkur vita í athugasemdum á Twitter eða í gegnum þetta form hér.

 

 

 

#hashtag Lýsing
 Sport
#365enski Fótboltaumræða um Enska hjá 365 miðlum
#Djöflarnir Fótboltaumræða hjá íslenskum United aðdáendum
#emisl Ísland á EM 2016
#fotbolti Almenn umræða um fótbolta
#fotboltinet Fótboltaumræða hjá fotbolti.net
#kopis Fótboltaumræða hjá íslenskum Liverpool aðdáendum
#raududjoflarnir Fótboltaumræða hjá íslenskum United aðdáendum
#tennisl Tennisumræður
 Sjónvarp
#12stig Söngvakeppni Sjónvarpsins
#friminutur Frímínútur á RÚV
#islandidag Ísland í dag á Stöð 2
#logi Logi í stjórn Loga Bergmann
#spilakvold Spilakvöld með Pétur Jóhanns
#toppstöðin Toppstöðin með Villa Naglbít
#ófærð Framhaldsþátturinn Ófærð sem sýndir er á RÚV
#ungfruisland Fegurðarsamkeppni íslands
#útsvar Útsvar á RÚV
#vikan Vikan með Gísla Marteins Baldvinssonar
#voiceisl The Voice á SkjárEinn
 Hitt og þetta
#twittingur Þegar tístverjar hittast í raunheimum
#6dagsleikinn Sögur af hversdagsleikanum / sögur af everyday sexism
#aðförin Upphaflega um aðförina að einkabílnum, í dag er eiginlega þýðing á ‘The struggle is real’
#bigilöga Kaldhæðni um skoðanir Bigga Löggu.
#draftsunnudagur Pósta dröftum / oftast lélegum orðabröndurum
#druslugangan  Druslugöngunni er ætlað að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur
#égerekkitabú Vitundarvakning um geðsjúkdóma og að uppræta tabú þeim tengdum.
#fössari Fagna föstudeginum
#freethenipple Frelsun geirvörtunnar – gengisfelling hefndarkláms
#lægðin Veðurbugun sem fylgir því að búa á Íslandi
#menntaspjall Umræður um skólamál
#mömmutwitter Brot úr lífi twitter mæðra
#pabbatwitter Brot úr lífi twitter feðra
#röðin Þetta hashtag lifir enn þó röðin sé ekki lengur fyrir utan Dunkin
#sagðienginnaldrei Stafræn kaldhæðni
#samkeppnin Neytendaumræða á Íslandi
#ÞegarÓlafurvarðforseti Hvernig var Ísland þegar Ólafur Ragnar varð fyrst forseti
#þöggun Er verið að þagga niður umræðu um _____?
#twerkfall Verkföll kennara
#tengi Þú tengir við það sem einhver segir // ert sammála eða hefur lent í sambærilegu
#verkfall Vinsælt þegar verkföll eru í gangi á Íslandi
IT
#appleis Apple kynningar
#microsoftis Microsoft kynningar

 

Minni á að þetta skjal er í vinnslu og því um að gera að senda okkur ábendingar eða leiðréttingar.

 

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira