Home Hvaða Hashtag er verið að nota?

Hvaða Hashtag er verið að nota?

by Jón Ólafsson

Það eru flestir pennar hér á Lappari.com nota Twitter að reglulega og þekkja því mikilvægi þess að vera með á hreinu hvaða Hashtag er verið að nota um ákveðin málefni. Veit ekki hversu oft ég hef opnað Twitter þegar einhver viðburður er að hefjast og feed´ið mitt er fullt af spurningum eins og “hvaða Hashtag á að nota fyrir _____?”

Vegna þessa ákváðum við að taka þessi helstu saman og halda úti á www.lappari.com/hashtag en ef það vantar hashtag, lýsing er vittlaus eða þið hafið aðrar athugasemdir þá er um að gera að láta okkur vita í athugasemdum á Twitter eða í gegnum þetta form hér.

 

 

 

#hashtag Lýsing
 Sport
#365enski Fótboltaumræða um Enska hjá 365 miðlum
#Djöflarnir Fótboltaumræða hjá íslenskum United aðdáendum
#emisl Ísland á EM 2016
#fotbolti Almenn umræða um fótbolta
#fotboltinet Fótboltaumræða hjá fotbolti.net
#kopis Fótboltaumræða hjá íslenskum Liverpool aðdáendum
#raududjoflarnir Fótboltaumræða hjá íslenskum United aðdáendum
#tennisl Tennisumræður
 Sjónvarp
#12stig Söngvakeppni Sjónvarpsins
#friminutur Frímínútur á RÚV
#islandidag Ísland í dag á Stöð 2
#logi Logi í stjórn Loga Bergmann
#spilakvold Spilakvöld með Pétur Jóhanns
#toppstöðin Toppstöðin með Villa Naglbít
#ófærð Framhaldsþátturinn Ófærð sem sýndir er á RÚV
#ungfruisland Fegurðarsamkeppni íslands
#útsvar Útsvar á RÚV
#vikan Vikan með Gísla Marteins Baldvinssonar
#voiceisl The Voice á SkjárEinn
 Hitt og þetta
#twittingur Þegar tístverjar hittast í raunheimum
#6dagsleikinn Sögur af hversdagsleikanum / sögur af everyday sexism
#aðförin Upphaflega um aðförina að einkabílnum, í dag er eiginlega þýðing á ‘The struggle is real’
#bigilöga Kaldhæðni um skoðanir Bigga Löggu.
#draftsunnudagur Pósta dröftum / oftast lélegum orðabröndurum
#druslugangan  Druslugöngunni er ætlað að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur
#égerekkitabú Vitundarvakning um geðsjúkdóma og að uppræta tabú þeim tengdum.
#fössari Fagna föstudeginum
#freethenipple Frelsun geirvörtunnar – gengisfelling hefndarkláms
#lægðin Veðurbugun sem fylgir því að búa á Íslandi
#menntaspjall Umræður um skólamál
#mömmutwitter Brot úr lífi twitter mæðra
#pabbatwitter Brot úr lífi twitter feðra
#röðin Þetta hashtag lifir enn þó röðin sé ekki lengur fyrir utan Dunkin
#sagðienginnaldrei Stafræn kaldhæðni
#samkeppnin Neytendaumræða á Íslandi
#ÞegarÓlafurvarðforseti Hvernig var Ísland þegar Ólafur Ragnar varð fyrst forseti
#þöggun Er verið að þagga niður umræðu um _____?
#twerkfall Verkföll kennara
#tengi Þú tengir við það sem einhver segir // ert sammála eða hefur lent í sambærilegu
#verkfall Vinsælt þegar verkföll eru í gangi á Íslandi
IT
#appleis Apple kynningar
#microsoftis Microsoft kynningar

 

Minni á að þetta skjal er í vinnslu og því um að gera að senda okkur ábendingar eða leiðréttingar.

 

Leave a Comment

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.