Heim Föstudagsviðtalið Ragnheiður Axel

Ragnheiður Axel

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 196 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

Byrjum föstudagslaginu fyrir Raxel..

Hver er þessi Raxel og hvaðan er daman?

Var nefnd Ragnheiður en hef kallað mig Axel frá því ég man eftir mér fyrst. Er með hönnunar og listabakgrunn, alin upp í menningarmekkanu 101 og vesturbænum. Ég hef búið og starfað í New York, París, London og Búdapest, en síðustu 10 árin búið á Laugaveginum í 101 Reykjavík með barn og hund.

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Veit ekki hvaða titli ég hef, kannski ofur-kona eða mega-mixer en ég rek 3 fyrirtæki og stærsta þeirra er Íslensk hollusta ehf.
En íslensk hollusta selur mikið af íslenskum afurðum td. söl, ber og jurtir í verslanir og á veitingastaði. Allt sem við seljum er villt og handtínt. Við seljum á NOMA, Texture, Agern, Ask, Oxen og ýmsa flotta staði víða um heim. Síðan stofnaði ég Lady Brewery fyrir rúmu ári sem er fyrsta brugghúsið í eigu kvenna og núna í haust líka Og Natura Brew sem er brugghús sem einbeitir sér að samstarfi og nýtingu á vannýttu íslensku hráefni td. bláberjabjór og krækiberjavín.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna alltof snemma og fer út með Atari hundinn minn, síðan förum við í vinnuna. Þar er enginn dagur eins en mér finnst ég samt oftast þurfa að vera leysa einhver tollamál, finna rétta stærð af umbúðum eða senda pósta. Ég starfa í Hafnarfirði og í hádeginu fer ég alltaf með Atari í göngu í hrauninu. Það er uppáhaldsstaðurinn minn og þá gleymi ég öllu öðru í smá stund, er orðin hálfgerð hugleiðsla sem ég húkkt á. Eftir vinnu fer ég yfirleitt heim að vinna að næsta verkefni eða dunda mér í bókhaldi. Síðan borða ég með unglingunum mínum og geri ekkert.

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Og natura er það sem hefur átt hug minn síðustu daga því við Liljar vorum með kynningu í gær þar sem boðið var upp á bláberjabjórinn Liljar og krækiberjavínið Axel.
Síðan er Lady Brewery að undirbúa hátíðarbjór sem er mjög áhugaverður og vonandi mega umdeildur.

Eitthvað skemmtilegt planað í vetur?

Já erum við undirbúa móttöku á nýju brugghúsi Og natura, okkur dreymir að fá húsnæði fyrir það í Þorlákshöfn en hefur ekki enn teksit. Höldum áfram að láta okkur dreyma.

Hvert er draumastarfið?

Starfið mitt núna.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Klisjan að vera foreldri og að verða hundeigandi er líklega það merkilegasta.

Lífsmottó?

Að trúa á sjálfa mig og muna að þakklætið fyrir allt það góða sem kemur og gerist

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég er bláblóðungur með kóngafólkssjúkdóm sem blæðari. Foreldrar mínir segja það útskýra af hverju ég hef alltaf verið snobbuð.

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Ég myndi pottþétt gera eitthvað heimskulegt eins og kaupa dýrasta japanska viskí í heimi og smakka það og finnst það vont.
En gæti líka eytt í listaverk eftir Yoshimoto Nara eða Olaf Elíasson, færi svo kannski í Brauð & co til að borga milljón fyrir einn vegan snúð.

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

og örugglega einhverir fleiri úr vesturbænum

Býr tæknipúki í þér?

Apple eða Windows?

Apple en nota samt Windows mest í vinnunni (sem er alltaf)

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Var að skemma HP tölvuna mína í vikunni en hún féll á milli hæða og það vaar lokahöggið

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Er alltaf að brjóta skjáinn, búin að maxa minnið í honum með óhóflegu hundamyndamagni en kostirnir eru að hann virkar alltaf, er mega þægilegur og fljótur að hlaðast.

Í hvað notar þú símann mest?

Allt, senda póst, hanga á insta, taka myndir, gefa bjórum einkunnir á Untppd og spjalla.

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericson samloku sími sem kostaði 57.000kr árið 1997. Hvað ætli það sé að núvirði?    (innskot Lappara:  ca 150k)

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Sem ég gæti dregið út skjáinn og haft stærri þegar þess þarf. Líka lyklaborð sem væri hægt að hafa í vasanum.
Líka með einhverjum hundafídusum eða þannig að ég gæti hringt í Atari í tíma og ótíma.

Ertu með snjallheimili?

Nei er enn með ítalskar innstungur frá 1980 svo kannski einn daginn stíg ég inn í framtíðina.

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Úff það er svo margt. Öll þessi tölvustírða framleiðsla og líka samtvinning á tækjum er svo áhugaverð. Mér finnst við vera á tæknilegum ljóshraða núna.

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum, það er helst einhverjar pökkunarvéla síður og bruggtækja trendin sem ég fylgsti með.

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Nei en Atari er með skilaboð til lesanda:  “Voff voff voff vúff”

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira