Heim Ýmislegt Apple iPhone 12 kynntur formlega – 5G komið í iPhone

Apple iPhone 12 kynntur formlega – 5G komið í iPhone

eftir Magnús Viðar Skúlason

Einn af reglulegu haustboðunum eru blaðamannafundir Apple þar sem kynntar eru uppfærslur á iPhone-línunni. Þetta árið var fyrirsjáanleikinn orðinn talsverður enda hafði í aðdraganda kynningarinnar lekið út talsvert af upplýsingum um hvað Apple ætlaði að kynna og einnig eru sérfræðingar farnir að ná því nokkuð vel að giska á hvað Apple er með á teikniborðinu hjá sér þar sem fyrirsjáanleikinn er talsverður.

Niðurstaðan af kynningunni var sú að fjórir nýir símar voru kynntir; iPhone 12 Pro Max, iPhone 12 Pro, iPhone 12 og iPhone 12 mini. Allir þessir símar eru með stuðningi við fimmtu kynslóð farsímakerfa (5G).

Apple iPhone 12 Pro Max er væntanlegur 13. nóvember í sölu og mun verða með 6,7 tommu skjá, hækkun um 0,2 tommur frá fyrri útgáfu. Myndavélin er 12 megapixlar en líkt og með fyrri útgáfur þá eru þrjár linsur að taka mynd ofan í hver aðra til þess að auka dýpt og gæði myndanna. Stuðningur er við 4K-myndskeiðaupptöku og bætist við LiDAR-stuðningur sem var áður bara í boði í iPad Pro. Geymsluminnið mun verða 128GB, 256GB og 512GB.

Apple iPhone Pro 12 er væntanlegur 23. október og mun verða með 6,1 tommu skjá ásamt 12 megapixla myndavél og LiDAR-stuðningi. Geymsluminnið mun verða 128GB, 256GB og 512GB.

Apple iPhone 12 er væntanlegur 23. október mun verða með 6,1 tommu skjá ásamt 12 megapixla myndavél en einungis með tveggja linsu stuðning og geymsluminnið mun verða 64GB, 128GB og 256GB.

Að lokum er að síðan nýjungin sem er Apple iPhone mini 12 sem er væntanlegur 13. nóvember og verður með 5,4 tommu skjá. Myndavélin er 12 megapixlar og geymsluminnið mun verða 64GB, 128GB og 256GB.

Allir símarnir eru með 5G-stuðning og með stuðning við þráðlausa hleðslu í gegnum Qi-staðalinn. Skjárinn er með 4x sterkari vörn en áður og var það hluti af hönnun sem var unnin í samvinnu við Corning sem hefur þróað Gorilla Glass-tæknina.

Myndavélin mer með f/1.6 ljósop sem á að skila um þriðjungs meiri birtu en í eldri myndavél og eru báðar myndavélarnar á símunum (fram og bak) með Night Mode-möguleika núna.

Símarnir munu verða seldir án heyrnartól og hleðslutækis en með þeim mun fylgja snúra sem tengist í Ligthning Port (iPhone) í USB-C (Macbook) þannig að hægt verður t.d. að tengja símann núna beint með þeim hætti.

Hönnunin tekur breytingum og er meira í takt við það sem var þegar iPhone 4 var og hét. Einnig hefur Pacific Blue-liturinn bæst í línuna.

Forsala mun hefjast innan örfárra daga en símarnir eru væntanlegir í lok október í almenna sölu og í byrjun nóvember.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira