Heim Umfjöllun Þarf ég Mesh kerfi til að laga WiFi´ið?

Þarf ég Mesh kerfi til að laga WiFi´ið?

eftir Jón Ólafsson

Mynd eftir /danopia og tekin af Reddit

Ég sá spurningu frá notenda á Twitter sem leitaði ráðleggina, sagði að Wifi sambandið væri hræðilegt í nýju íbúðinni sinni en hún er ca 100fm, á einni hæð. Síðan las ég yfir svörin sem minntu mig á hversu mikilvægt að það er ráðleggja öðru fólki rétta hluti og helst ekki varðandi hluti sem maður hefur lítið vit á.

Vitanlega er ekkert eitt rétt svar við þessari spurningu hjá viðkomandi, en ef viðskiptavinur kæmi í verslun og spyrði þessara spurningar þá ætla ég að vona að sölumaður mundi biðja viðkomandi að rissa upp íbúð og veggi. Þá þarf að vita hvar routerinn er staðsettur, er hægt að færa hann og vitanlega hvernig router er á staðnum.

Ef þráðlausa merkið (WiFi styrkur) um húsið er gott en netið lélegt, þá þarftu líklega bara nýjan router. Ef þráðlausa merkið dreifist ekki nægilega vel um 100 fm2 hús, þá koma í raun og veru fjórir kostir til greina (smá einföldun).

  1. Færa router á þannig stað að hann þjónar rýminu betur.
  2. Kaupa betri router sem gæti þannig þjónað rýminu betur.
  3. Leggja netsnúru frá router að stað, þar sem auka þráðlaus punktur (eða punktar) gæti verið staðsettur til að þjóna rýminu betur.
  4. Kaupa Mesh kerfi (eða stakan Mesh punkt) til að framlengja þráðlaust merki svo það dreifist um rýmið.

Þið takið eftir að ég set Mesh kerfið neðst en mín reynsla er sú að það er ekki allt unnið með sterkara þráðlausu merki því það gefur bara til kynna styrkinn á WiFi merkinu sem þú nærð við næsta Mesh sendi, segir ekki að netið eða upplifun verði betra…..

Hvað er Mesh þráðlaust netkerfi?

Í mjög stuttu máli þá eru þetta þráðlaus tæki (2 eða fleiri) sem tala saman og endurvarpa þráðlausu neti frá notenda og að router (gateway).

Sum Mesh tæki eru með frátekna bandvídd milli sín og annara Mesh senda, sum jafnvel með auka loftnet sem sinna þessu. Flest kerfi eru það þó ekki og það getur kostað minni hraða og lakari svartíma eins og léttilega má sjá fyrir sér með því að skoða myndinni hér að ofan. Notandi sem er tengdur við punkt NR:3 þarf að senda fyrirspurn sína í gegnum punkt NR:2 áður en fyrirspurnin kemur að routernum (NR:1 gateway) sem eðli málsins samkvæmt minnkar að öllum líkindum throughput í svona kerfum, þ.e.a.s. ef kerfið bætir það ekki upp á annan hátt.

Gögnin þurfa sem sagt að flæða frá þér, þráðlaust í gegnum alla Mesh senda (oftast styðstu leið í góðum kerfum), þangað til það kemst út á alnetið og síðan sömu leið til baka… einfalt?

Það er í raun og veru ekkert nýtt í gangi, má segja að eitt tæki sé router og síðan viðbótar Mesh tæki, (endurvarpar extenders) sem auka dreifingu merkis en stæðsti munurinn er þó að flest Mesh kerfi eru mun notendavænni en þessir gömlu góðu endurvarpar sem oft var höfuðverkur að halda í rekstri.

Hver er helsti kostir Mesh kerfa?

  • Uppsetning er yfirleitt mjög einföld og á færi flestra að setja upp.
  • Kerfi með 2-3 Mesh sendum eru einnig einföld í rekstri og nokkuð stöðug.
  • Þarf ekki að leggja netlagnir að þráðlausum punktum eins og venja er þegar bæta á dreyfingu á þráðlausa netinu.
  • Þú getur í raun og veru haft eins mörg Mesh tæki (sem endurvarpar) og þannig náð mjög góðri dreyfingu á WiFi merkinu.

Hver er helsti ókostur Mesh kerfa?

  • Ólíkt hefðbundnum netbúnaði sem vinnur vel saman, þá þarftu yfirleitt að velja þér eitt kerfi (lokað kerfi) og ert bundinn í því kerfi.
  • Getur skapað overhead á netkerfi þar sem hver Mesh stöð þarf að vera í samskiptum við hinar stöðvarnar, mæla styrk og t.d. leita að stystu leið fyrir notendur út á alnetið.
  • Fjöldi hoppa (Mesh tækja) minnkar alltaf svartíma og hraða (eykur latency og skefur af bandwidth = minnkar throughput)
  • Sumum kerfum (eins og t.d. Google) er bara hægt að stýra með snjallsíma appi og er litlu hægt að stýra, er því varla fyrir power users.
  • Sum kerfi taka frá bandvídd í samskipti milli Mesh stöðva en önnur ekki, oft færðu því sterkara merki en ekki hraðara net.

Mesh valkostir í stærri og dýrari kerfum eru svo sem engin nýlunda, hefur lengi verið í t.d. Meraki, Aruba og UniFi svo eitthvað sé nefnt. Flestir rekstraraðilar vita þó að þetta er nær eingöngu notað ef ekki er hægt að leggja CAT streng að punkti eða ef netlögn einfaldlega bilar. Til að halda uppi þjónustu við notendur þá fer þráðlausi punkturinn sjálfkrafa í “Mesh ham” (verður repeater) og endurvarpar þráðlausu merki frá næsta punkti, þangað til að hægt er að laga lögnina.

En til að svara upphaflegu spurningu minni þá þarftu ekki ekki Mesh kerfi til að laga þráðlausa netið þitt, ég mundi í raun letja þig frá þessum kerfum ef þess er kostur. Mesh kerfin eru vitanlega mun betri en þessir gömlu endurvarpar (extenders) en það fær mig þó ekki til að mæla með þeim nema ef aðstæður í rými eru þannig að ekki er hægt að leggja lagnir eða staðsetja annan búnað betur.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira