Undanfarið höfum við hér á Lappari.com verið með OnePlus 6T í prófunum frá Tölvutek en hann kom í sölu í nóvember 2018. Ég hef áður prófað símtæki frá OnePlus og hlakkaði því töluvert til þess að prófa kvikindið og því kominn tími á að losa um ritstífluna og koma einhverju á blað.
Hvaða tæki er þetta og hvernig eru okkar fyrstu kynni af því?
- ubbasett: Qualcomm Snapdragon 845 (10 nm)
 - CPU: Octa-core (4×2.8 GHz Kryo 385 Gold & 4×1.7 GHz Kryo 385 Silver)
 - GPU: Adreno 630
 - Skjár: 6.41″ Optic Amoled skjár með 1080 x 2340 upplausn (402 ppi)
 - Minni: 6 GB RAM
 - Geymslurými; 128 GB (hægt að fá 256GB geymslurými og þá 8GB RAM)
 - microSD rauf: Nei
 - Myndavélar: Tvær: 16 MP, f/1.7, 25mm (wide) og 20 MP, f/1.7, 25mm (wide), 1/2.8″, 1.0µm, PDAF með IOS, Super Slow-mo @ 960 fps, o.s.frv.
 - Flash: Dual-Led
 - Sjálfuvél: 16MP (f2.0, 1080p á 30fps)
 - Rafhlaða: 3700mAh (ekki removable)
 - Stýrikerfi: Android 9.0 (Pie)
 - Stærðir: 157.5mm x 74.8mm x 8.2mm
 - Þyngd: 185g
 - Símkerfi: LTE / 3G / 2G / GSM – Rauf fyrir 2 sim kort (t.d. vinnu- og persónulegt SIM).
 - Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac / NFC / Bluetooth 5
 - Vatnsheldur: Ekki IP vottaður en á að vera ryk- og skvettuvarin.
 
Fyrstu kynni okkar af símanum eru mjög góð, síminn er einfaldur í notkun, mjög snarpur og með góðan skjá. Tækið fellur vel í hendi og er mjög vel búinn vélbúnaðarlega eins og sést hér að ofan. Öll upplifun af almennri notkun er mjög jákvæð og hlakka ég til í að kafa í frekari umfjöllun sem mun birtast hér á Lappara fljótlega.
Hér má síðan sjá afpökkun á OnePlus 6T.