Heim ÝmislegtApple Apple skiptir um framleiðendur

Apple skiptir um framleiðendur

eftir Magnús Viðar Skúlason

Fregnir herma að Apple hafi á undanförnum mánuðum verið að leita leiða til þess að lækka framleiðslukostnað á framleiðslulínunni sinni..

Til margra ára hefur Apple verið að nýta íhlutaframleiðendur frá Taiwan sem hafa m.a. framleitt rafhlöður og málmrammana utan um iPhone og iPad-vörurnar frá Apple. Hinsvegar þá eru blikur á lofti vegna aukinnar samkeppni frá tækjaframleiðendum í Kína eins og sést best á aukinni sölu og dreifingu tækja frá framleiðendum á borð við Xiaomi og Huawei. Til þess að bregðast við þessu þá hefur Apple leitað einmitt til íhlutaframleiðenda í Kína og segir sagan að væntanleg tæki frá Apple núna í haust muni verða framleidd með íhlutum frá þessum nýju kínversku íhlutaframleiðendum.

Hvort að þetta muni koma niður á gæðum Apple-tækjanna skal ósagt látið en það myndi auðvitað sæta tíðindum ef Apple færi að lækka gæðastaðla sinn enda hefur orðspor Apple á snjalltækjamarkaðnum m.a. endurspeglast í þeirra gæðaframleiðslu.

Ekki fylgir sögunni hvort að þessi kostnaðarlækkun muni skila sér í vasa endanotenda þannig að fróðlegt verður að fylgjast með vörukynningum Apple núna í haust og hvernig lokaniðurstaðan verður fyrir neytendur.

Heimild: GSM Arena

Hvað finnst þér?

athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira