Heim Föstudagsviðtalið Dúi Grímur Sigurðsson

Dúi Grímur Sigurðsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 195 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Byrjum föstudagslaginu hans Dúa.

 

Hver er þessi Dúi og hvaðan er kallinn?

Ég er svona allra landshorna kvikindi. Fæddur í Reykjavík á fæðingarheimilinu, alinn upp fyrstu árin í Njarðvík og Keflavík en flyt svo til Vestmannaeyja 5 ára og bý þar í 11 ár, eftir það flyt ég til Reykjavíkur og hef búið þar síðan, í nær 22 ár, samt sem áður horfi ég alltaf á mig sem eyjamann.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Er lærður rafeindavirki og hef verið að vinna við það síðan 2006, en síðan 2009 hef ég verið hjá Radiomiðun ehf og unnið við allskonar fjarskipti og ferðast á framandi staði vegna vinnu, Nígeríu, Congo, Grænlands svo fáein séu nefnd.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Venjulegur dagur er að stilla klukkuna á 0700 og snooza ca 6 sinnum áður en ég kem mér loks fram úr.

Þegar mætt er í vinnuna þá er byrjað á því að fá sér einn kaffibolla eða fimm, rúlla í gegnum tölvupóstinn og fréttamiðla og vonast til þess að dagurinn í dag verði dagurinn sem Nonni böggar mig ekki.

Þegar vinnan er búin þá tekur annaðhvort við ræktin eða skotfimin, en hvorugt hefur reyndar fengið næga athygli síðustu vikur. Spurning hvort það sé ekki kominn tími til að breyta því til hins betra.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Þessa dagana er mjög lítið um að vera nema að koma sér aftur á fullt eftir smávægilegt brjósklos sem kom eins og þruma úr heiðskýri lofti…..en samt ekki. Og verið að vinna upp gömul mál og gamlar syndir sem söfnuðust upp.

 

Eitthvað skemmtilegt planað í sumar?

Já heldur betur, verið að plana Spánarferð í lok sumars með kærustunni og dætrum mínum tveim. Verðum ca 1klst suður af Alicanter í íbúð sem foreldrar mínir eiga og er hrein paradís.

Sól, sundlaugar, ströndin, vatnagarður, dýragarður….. lífið er ljúft.

 

Hvert er draumastarfið?

Draumastarfið væri að vera í tæknigeiranum og ferðast með góðum ferðafélaga og fá borgað fyrir það.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Merkilegasta í sem ég hef gert hingað til er að vera faðir tveggja yndislegra stúlkna.

 

Lífsmottó?

„A golf course is the waste of a perfectly good rifle range“ Og já ég spila ekki golf.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Hef farið í 6 brjósklos aðgerðir…. #fact

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Kaupa mér einbýlishús með bílskúr, algjört MÖST að hafa bílskúr, helst tvöfaldann og kaupa mér 1000 hektara lóð og byggja upp fullkomið skotæfingasvæði.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Árni Johnsen, Foreign Monkeys, Dans á Rósum, Hoffman og Juníus Meyvant, í þessari röð.

 

Býr tæknipúki í þér?

Já, það er lúmskur tæknipúki í mér, mun meiri tækninörd heldur en kannski tæknipúki, elska að fikta í vélbúnaði og litlum tölvum t.d. rPi og sæmbærilegu. Finnst gaman að búa til hluti frekar en að kaupa þá bara því ég get það. T.d. þegar Netflix var ekki komið til landsins og allir voru að nota hinar og þessar þjónustur til að komast frá Geo-restrictions sem voru í gangi, að í staðin fyrir að kaupa mér tilbúna þjónustu þá fékk ég mér VPS og setti upp allskonar hugbúnað til þess að geta notað US Netflix. Kom alveg út á sama kostnaðarlega séð, jafnvel aðeins dýrara 🙂

 

Ertu Team Apple, Windows eða Linux?

Erfið spurning úff. Heima er ég Team Apple, í vinnunni er ég Team Windows en í server málum er ég klárlega Team Linux

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Heima er ég með mjög netta Mac Air sem hefur verið að þjóna sínu hlutverki ótrúlega vel. En í vinnunni er það Shuttle þjarkur sem er ekkert annað en gloryfied M$ Office vél.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

LG G6, hef verið með hann í nokkra mánuði.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Myndavélin og stærð á skjá. Hann er með 2 myndavélar að framan og tvær að aftan og sem eru með misvíðri linsu og því hægt að ná oft flottum myndum (selfie og landslags)
Ókostir: Ekki miklir nema kannski hve auðvelt það var að brjóta skjáinn.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Nota hann langmest fyrir samfélagsmiðla og svara vinnupóstum

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Allra fyrsti síminn sem ég fékk mér var Motorola MicroTAC 9800X

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Mín spá fyrir draumasíma framtíðarinnar sé implant og hologram sem bara notandinn sér nema gefa leyfi.

 

Ertu með snjallheimili?

Nei heimiliðið frekar ósnjallað fyrir utan hvað eigandinn er snjall, en er með þjófavörn sem er með app og hægt að stýra þannig, það er svona ca allt sem er snjallvætt heima.

 

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Þegar stórt er spurt. Held að þróunin sem hefur verið í gangi síðustu ár er langt umfram hvað fólk gerði sér hugmynd um þá og þegar. Ég er enn að bíða eftir svifbretti og svifbílum/flugbílum, þannig að ætli ég verði ekki að vona að það verði næsta stóra tækniframförin?

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lappari.com ásamt því að vera fylgjast með þó nokkrum tæknisíðum í gegnum Facebook

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Þakka Lappara kærlega fyrir mig. Lappari.com hefur gert ótrúlega margt fyrir tæknisamfélagið á Íslandi sem dæmi HTTPS væðing margra fyrirtækja væri enn eftir á ef það væri ekki fyrir tilstilli ykkar.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira