Heim Föstudagsviðtalið Heiðar Ingi Eggertsson

Heiðar Ingi Eggertsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 193 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Byrjum á föstudagslaginu fyrir Heiðar

 

 

Hver er þessi Heiðar Ingi og hvaðan er kallinn?

Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri. Átti heima nokkur ár í Reykjavík en flutti svo aftur til Akureyrar þar sem best er að vera! Bý nú í þorpinu ásamt eiginkonu minni og 2 börnum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég vinn hjá Þekkingu og hef gert það síðustu 5 ár. Ég byrjaði sem vettvangs maður en hef lært töluvert síðustu ár þá í gegnum námskeið og sérstaklega af starfsfólki Þekkingar. Nú er ég kerfisstjóri og sé um nokkur fyrirtæki á Akureyri.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Dagurinn byrjar á baráttu milli mín og vekjaraklukkunnar sem ég tapa oftast…Fer svo og fæ mér morgunmat og vek börnin og konuna. Græja börnin svo í leikskólann og svo skutla konunni í vinnuna. Mæti í vinnuna og byrja alltaf á einum kaffi bolla. Fer svo yfir tölvupóstinn hjá mér og kerfin mín. Mæti svo í ræktina í hádeginu og vinn til 16:00.

Næst á dagskrá er svo að sækja börnin á leikskólann og svo konuna í vinnuna. Oftast þessa dagana förum við svo aðeins út að hjóla, förum svo heim aftur að borða kvöldmat, græja börnin í háttinn og svo endar dagurinn oftast hjá mér í að horfa á eitthvað eða spila tölvuleiki með vinum, já er enn í þeim pakka og finnst það skemmtilegt!

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Ég er mikið að vinna í innleiðingum þessa dagana. Erum að innleiða hugbúnað sem mun færa þjónustustig okkar á næsta level með aukinni gæðum og skilvirkni. Einnig er ég að sökkva mér í scripting sem mér finnst rosalega spennandi og að finna lausnir á vandamálum er frábært!

 

Eitthvað skemmtilegt planað í sumar?

Við stefnum á að ferðast um landið með fellihýsið í eftirdragi. Einnig er verið að skoða utanlandsferðir.

 

Hvert er draumastarfið?

Verð nú að segja að ég sé í drauma starfinu. Finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna á morgnanna. En maður svo sem hugsar af og til hvernig sé að vinna hjá Google eins og Teddi ?

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Það er í raun þrennt sem stendur upp úr og það eru fæðingar barnanna minna og svo giftingin hjá mér og konunni minni.

 

Lífsmottó?

Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég kann að juggla 3 boltum nokkuð vel ennþá!

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Fyrsta væri að borga niður skuldir, kaupa nýtt hús og svo nýjan bíl. Næst væri það að bjóða móðir minni og systkinum og fjölskyldum þeirra til útlanda þar sem að strendur eru hvítar, sjórinn tær og bjórinn flæðir allan daginn!

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Skytturnar, 200.000 Naglbítar, í Svörtum Fötum, Hvanndalsbræður og Ká-Aká

 

Býr tæknipúki í þér?

Já hann gerir það, ef ég fer að kaupa mér einhverja nýja græju þá er farið vel yfir kosti og alla og fídusa á netinu áður en hún er keypt.

 

Apple eða Windows?

Windows allan daginn!

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Í vinnunni er ég með Lenovo X1 Yoga og er þrusu skemmtileg vél, eina er að það mætti vera hægt að stækka minnið í henni þar em að ég á það til að vera með fleiri en 10 tabs opna í einu í Chrome ? En heima er ég með “leikja” tölvuna mína sem ég hef átt í nokkur ár.

  • Antec P280 turn
  • Gigabyte X58A-UD3R móðurborð
  • Intel i7 930
  • 12GB í vinnsluminni
  • Gigabyte GTX970 “4GB”
  • BenQ Zowie XL 24″ 144hz

Gömul vél en virkar svona þrusu vel!

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Er með Galaxy S8+

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Í raun er stærðin kostur og galli…stundum passar hann bara ekki í hendinni á mér en hina dagan er frábært að geta horft á video á svona stórum skjá.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Nota hann mest í tölvupóst, símtöl og skilaboð. Þar á eftir kemur inn Reddit og vafra um á netinu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 sem ég fékk eftir að hann Pabbi minn hætti að nota sinn.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Það væri sími sem væri með allaveganna 5 daga rafhlöðu endingu, góðum skjá, myndavél og þægilegur í hendi.

 

Ertu með snjallheimili?

Nei en hef alveg eytt kvöldi í að skoða svoleiðis!

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég kíki reglulega inn á subreddit sem tengjast IT, þá /r/mps, /r/Powershell, /r/SysAdmin, /r/Office365 og svo lappari.com og guru3d.com.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir og bara Hippókúl!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira