Heim UmfjöllunUmfjöllun annað RHA MA750i heyrnartól

RHA MA750i heyrnartól

eftir Jón Ólafsson

Fyrir skemmstu fjölluðum við um T20i heyrnartól frá breskum framleiðandi sem heitir RHA. Í mjög stuttu máli þá fengu þau mjög góða einkunn í umfjöllun okkar og því var ég nokkuð spenntur að prófa MA750i líka.

MA750i er sem er mun ódýrari en T20i fæst einnig í IcePhone.

 

Hér má sjá afpökkunarmynd á RHA MA750i og reyndar einnig T20i

 

Hvað er þetta og hvað er í kassanum?

RHA MA750i eru snúrutengd heyrnartól sem fara inn í eyra notenda (in-ear), þau eru með 3,5 mm tengi og passa því í flest tæki. Í kassanum má finna heyrnartól, glæsilegt leður´ish veski, mismunandi stærðir og gerðir af eyrnatöppum, ásamt leiðarvísi með upplýsingum um tækið.

Það fylgja með 10 pör af mismunandi stórum eyrnatöppum og þar af tvö sem eru úr minnissvampi (memory foam). Það ættu því allir að finna par sem passar þeim vel.

 

 

Hönnun og notkun

Það má með sanni segja að MA750i séu vönduð heyrnartól. Þessi upplifun byrjaði strax þegar pakkningar voru handleiknar og hélt sér í öllum prófunum mínum. Heyrnartólin sjálf, snúran og allir fylgihlutir virðast vera mjög vandaðir og sterklegir að finna.

Eins og með T20i, þá er fyrsta upplifun því mjög traustvekjandi og lofar góðu fyrir framhaldið. RHA kunna allavega að pakka vöru og skapa traustvekjandi tilfinningu, þeir virðast hafa neglt þann hluta með stæl.

 

Heyrnartólin eru stílhrein, sterkleg og líta vel út.

Snúran kemur á bakvið og yfir eyrun en ólíkt T20i þá virka þessi mun þyngri í daglegri notkun. Húsið er gert úr Stainless stáli, þetta gerir það að verkum að þó svo að heyrnartólin sitji stöðug á eyrunum þá gat ég lítið gert með þau í ræktinni. Mest er það vegna þess að þau eru ekki með stífum vír sem hægt er að móta að eyranu. Þetta eru vitanlega ekki ræktarheyrnartól sem slík og því mögulega ósanngjarnt að nefna þetta hér en þau eru sannarlega þyngri en plast heyrnartól.

 

 

MA750i eru með stýringu fyrir hljóð á snúrunni ásamt hljóðnema fyrir símtöl og einnig til að setja á pásu eða til að hefja afspilun og hækka eða lækka. Þetta er góð viðbót sem virkar fullkomlega með Apple tækjum en hækka og lækka takkar virka ekki með Android tækjum.

 

Helstu kostir

 

Hljómburður

Ég vil taka það fram hér líka að mér finnst erfitt að leggja dóm á heyrnartól eða hljómflutningstæki yfir höfuð. Upplifun og væntingar ykkar til hljóms eru kannski ekki nákvæmlega þær sömu og ég hef. Ég mun samt reyna 🙂

 

 

MA750i eru ekki ódýrustu heyrnartólin á markaðnum og því eðlilegt að gera smá kröfur til þeirra. Í stuttu máli þá varð ég fyrir vonbrigðum, þau allavega henta mér ekki. Fyrir það fyrsta þá náði ég illa að láta þau smella inn í eyrum á mér og þurfti ég að prófa nokkra eyrnartappa til að fá þau til að passa vel.

 

Finnst bara eins og það vanti eitthvað…

Hljómurinn lagaðist töluvert þegar ég hafði fundið eyrnartappa sem pössuðu vel, enda er það nauðsyn til að fá þéttan bassa í svona heyrnartólum. Hljómurinn lagaðist enn frekar eftir 60 mínúta tilkeyrslu við háan tónstyrk, eins og gerðist með T20i.

Því miður er eitthvað sem vantar, helst sakna ég hreinna og fallegra hátíðni hljóma í MA750i. Ég varð einfaldlega fyrir vonbrigðum eftir að hafa prófað T20i frá RHA, sem voru frábær og eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Til að hafa þetta ekki of neikvætt þá var bassinn þéttur og miðja (sérstaklega lægri miðja) nokkuð góð.

 

 

Ég lánaði tveimur félögum mínum þau í sitthvora vikuna, þeir voru báðir mjög ánægðir. Ég spurði út í hátíðni og efri miðju sem pirraði mig, þeir tóku ekki eftir þessu og voru ánægðir.

MA750i nutu þeir sín vel í klassískri tónlist og líka við afspilun á lifandi tónlist. Hljómurinn bjagast ekki svo léttilega og því hægt að keyra MA750i mjög hátt áður en að það gerist. Það helsta sem gerist við mjög háan tónstyrk er að miðjan verður of há og yfirgnæfir þá hátíðni sem þó er til staðar.

 

 

Niðurstaða

RHA MA750i kosta 16.990 hjá IcePhone og er því seint hægt að flokka þetta sem ódýr heyrnartól. RHA MA750i líta frábærlega vel úr, eru mjög vönduð og sterklega smíðuð, sé þessu duga flestum í mörg ár.

Ég er búinn að nota heyrnartólin af og til í rúmlega mánuð og því komin ágætis reynsla á þau. Ef tær hátíðni skiptir þig ekki öllu máli eða ef þú ert að leita að aðhliða heyrnartólum sem spila flesta tónlist ágætlega, þá er MA750i góður kostur.

Niðurstaðan er því nokkuð blendin, á meðan þau henta mér ekki þá voru aðrir í kringum mig ánægðir með þá. Þau gera flestum tegunda tónlistar ágæt skil og ef þú af einhverri ástæðu (sem ég skil ekki) vilt ekki kaupa T20i, þá eru MA750i góður kostur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira