Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Lenovo ThinkPad X1 þráðlaus snertimús

Lenovo ThinkPad X1 þráðlaus snertimús

eftir Jón Ólafsson

Þó svo að músin (Touchpad) á vinnuvélinni minni, Lenovo X1 Carbon sé í uppáhaldi hjá mér, þá hef ég alltaf viljað hafa aukamús í bakpokanum þegar ég ferðast. Finnst bara gott að hafa hana til að grípa í þegar ég er í lengri verkefnum.

Vegna þessa gladdist ég mikið þegar ég fékk óvænta sendingu, beint frá Lenovo í Singapore undir lok síðasta árs

 

Fyrirvari : Ég fékk þessa mús senda beint frá Lenovo. Allt sem ég skrifa um sendingar sem þessar eru engu að síður mínar skoðanir, byggðar á prófunum, samanburði og reynslu. Lenovo Insider hópurinn sem ég er meðlimur í er með öllu ótengdur Nýherja á Íslandi og án allra kvaða varðandi skrif eða framsetningu.

 

X1 músin leysir af hólmi litla og létta mús sem ég er búinn að ferðast mikið með. Til viðbótar leysti X1 músin af hólmi PowerPoint smellu (presentation clicker) sem ég er yfirleitt með. Kannski smá #miðaldra en ég held stundum kynningar og þá er gott að hafa smellu til að skipta á næstu glæru.

Í kassanum er músin, leiðbeiningar og hleðslusnúra. X1 músin er sem sagt þráðlaus mús og getur tengst vélum sem eru með innbyggðu bluetooth. Það fylgir líka með bluetooth dongle sem er kostur því það eru ekki allar vélar með bluetooth.

 

Notkun

Músin sjálf er nokkuð vönduð að finna þó að hún sé úr plast. Hún er nákvæm og virkar ágætlega á flestum yfirborðum. Þar sem hún er lítil og þunn þá tók smá tíma að venjast henni, ég er vanur stærri músum þar sem ég get hvílt hendina ofaná músina. Ég þurfti því að minna mig á að þetta er auka mús í fartölvutöskuna og því mikilvægara að hafa hana létta og litla frekar en stóra og þægilega.

 


Það er ekki hefðbundið skrunhjól í miðjunni, heldur er þar er snertiskrun. Þar rennir notandi fingrinum eftir rauðu röndinni til að skruna, virkar merkilega vel.

Efri hlutinn á X1 músinni er úr heilu stykki, það eru ekki sjáanlegir eiginlegir takkar þó það séu í raun þrír takkar þarna undir. Vinstri- og hægri músartakki eins og venja er og síðan er þriðjitakkinn í miðjunni, undir snertiskruninu.

Undir X1 músinni er takki til að slökkva og kveikja á músinni. Ég fann hreyfineman ekki strax undir músinni en eftir smá leit þá kom hann í ljós í slökkvitakkanum sjálfum. Þegar kveikt er á músinni (takka rennt til hægri) þá sést hreyfineminn, nokkuð merkileg hönnun það.

 

 

Undir músinni er einnig vinstri- og hægri takki til að stýra kynningum en það er ekki laserbendill í músinni. Ég saknaði þess fyrst en eftir smá umhugsun þá fattaði ég að flestar kynningar mínar eru annað hvort beint af fartölvunni eða af skjá og því laser (allavega rauður) frekar gagnslaus.

 

Rafhlaða

Eins og fyrr segir þá er rafhlaða innbyggð í X1 músina en það er einfalt að hlaða hana með microUSB snúru sem fylgir með. Ég hef ekki notað músina það mikið að ég sé kominn með marktæka skoðun á endingunni.

Lenovo segir þó að endingin sé allt að mánuður og að notendur geti náð allt að klukkustundarnotkun útúr 1 mínútu hleðslu, Þetta er nokkuð magnað ef maður grípur í hana straumlausa og kynning að hefjast.
Kostir

  • Innbyggð rafhlaða
  • Virkar við kynningar (Powerpoint hnappar)
  • USB dongle með segli og týnist því síður
  • Létt og lítil

Gallar

  • Er of þunn fyrir lengri notkun
  • Takkar sambyggðir og þarf að venjast

 

 

Að lokum

Ég átti ekki von á því að þurfa að skrifa svona mikið um fartölvumús en verð að segja að X1 músin er frábær viðbót í fartölvutöskuna. Sérstaklega ef þú ert nú þegar með mús og kynningarbendil í töskunni þinni eins og ég var með.

Ég gæti ekki notað hana sem aðalmúsina mína á skrifborðinu, hún er einfaldlega ekki hönnuð til þess. Hún er of lítill og of þunn til þess að vera þæginleg til lengri notkunnar.

Allvega, ef þú er Thinkpad notandi og/eða ferðast mikið, þá er Thinkpad X1 þráðlausa músin eitthvað sem ég mæli með að þú skoðir.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira