Heim Microsoft Væntanlegar nýjungar frá Microsoft

Væntanlegar nýjungar frá Microsoft

eftir Jón Ólafsson

Fyrir utan Surface Book og Surface Studio þá kynntu Microsoft nokkrar ansi flottar nýjungar sem væntanlegar eru á næstu mánuðum. En sem dæmi má nefna Paint 3D, Windows 10 Creators Update, 3D í Windows 10 ásamt nýjum valkostum fyrir notendur með skerta sjón, hreyfigetu eða heyrn.

 

Windows 10 Creators uppfærslan mun koma næsta vor og verður vitanlega ókeypis fyrir alla Windows 10 notendur

 

Eins og sést þá er margt spennandi væntanlegt eins og stuðningur við Hololens, 3D, einfaldari að deila efni með vinum og einfaldara að skapa spennandi hluti….  enda erum við flest öll að skapa eitthvað efni allan daginn

 

 

Samkvæmt því sem við höfum séð í þessum kynningarmyndböndum þá veðjar Microsoft á að 3D vinnsla/upplifun muni verða partur af eðlilegri notkun á tölvunni þinni en hér má sjá (nokkuð væmið) myndband sem sýnir hvað venjulegir notendur eiga í væntum.

 

 

Talandi um 3D þá mun hið rótgróna forrit, MS Paint verða endurútgefið sem Paint 3D og fyrir mína parta hlakkar ég mikið til. Bæði fyrir mína hönd ásamt því að ég get ekki beðið eftir því að leyfa krökkunum mínum að prófa og sjá hvað kemur útúr því.

 

 

Fyrir utan allar breytingar hér að ofan ásamt minni breytingum sem ég hef lesið um þá er eftirtektarvert hversu mikla vinnu Microsoft leggur í aðgengi sjón- og heyrnarskertra að tækni og tólum. Þetta myndband hér að néðan sýnir nokkra spennandi kosti sem vænta.

 

 

Áhugavert að sjá Narrator Developer Mode fyrir forritara en það gerir forritum kleift að prófa forritið út frá augum/eyrum þeirra sem munu nota þau.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira