Heim MicrosoftWindows 10 Windows 10 – tölfræði og framtíðin

Windows 10 – tölfræði og framtíðin

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Windows 10 síðan það var fyrst kynnt og hversu vel flestir viðast taka í þetta nýjasta stýrikerfi Microsoft. Það eru rúmlega 6 mánuðir síðan Windows 10 kom opinberlega á markað og er stýrikerfið nú með um 12% markaðshlut samkvæmt StatCounter.

Í byrjun Janúar gaf tæknirisinn það út að þá væru rúmlega 200 milljónir virkra notenda að nota Windows 10…. það er 200 milljónir notenda á rétt rúmlega 5 mánuðum.  Microsoft hefur reyndar sagt að innan nokkura ára reikni þeir með að Windows 10 verði komið á rúmlega milljarð tækja og verður gaman að fylgjast með hvort þau markmið náist.

 

Við hér á Lappari.com ákváðum að rýna aðeins tölur frá StatCounter og þá síðustu sex mánuði af síðasta ári en það eru eins og fyrr segir fyrstu sex mánuðir Windows 10.

Fyrst er það samanburður Windows 10 vs OS X frá Apple.

Win10_1

Áhugavert að það tók Windows 10 aðeins þrjá mánuði að taka fram úr OS X, þetta er sem sagt samanburður á Windows 10 á móti öllum útgáfum af OS X.

Allar tölur hjá StatCounter benda enn til yfirburðarstöðu Windows yfir OS X og önnur stýrikerfi þegar kemur að öllu nema Mobile. Sagan er ekki sú sama þar því Android er með um 66% og iOS með um 19% í lok árs.

 

Hér má sjá samanburð á Windows og OS X en þarna eru allar útgáfur kerfana lagðar saman.

Win10_2

 

Hvað er svona sniðugt við Windows 10 og afhverju skiptir þessi tölfræði máli?

Það er mikið og margt en One Core er það fyrsta sem kemur í hugann, það er einn stýrikerfiskjarni sem er sameiginlegur er á borðtölvum, spjaldtölvum, fartölvum, Xbox leikjatölvum, símtækjum, IOT o.s.frv. sem sagt öll tæki sem keyra Windows 10 erum með sama grunnkjarnanum en hvaða máli skiptir það?

Mörg fyrirtæki og forritarar segja að það taki því ekki að gera forrit fyrir Windows símtæki þar sem markaðurinn fyrir þau er svo lítill og það er svo sem vel skiljanlegt. Með OneCore og einum og sameiginlegum forritamarkaði sem Microsoft hefur verið að vinna í þá er nú hægt að gera eitt Universal forrit sem verður þá aðgengilegt fyrir öll Windows 10 tæki, hvort sem það eru gamlar skrifstofuvélar á vinnustaðnum, heimatölvur, spjaldtölvur eða símtæki.

Þó svo að Windows 10 sé “bara” með um 12% markaðshlut eftir 6 mánuði þá vitum við að sá hlutur mun bara aukast þegar einstaklingar og fyrirtæki endurnýja tölvurnar sínar. Sérstaklega má reikna með góðum kipp þegar líftími Windows 7 rennur út.

 

Er fyrirtækið þitt byrjað að vinna í Windows 10 forriti?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira