Heim Microsoft Hvenær getur þú uppfært símann þinn í Windows 10?

Hvenær getur þú uppfært símann þinn í Windows 10?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Windows 10-útgáfan af Windows Phone-stýrikerfinu er væntanleg í desember þegar fyrstu Windows 10-tækin koma í sölu frá Microsoft. Um er að ræða Microsoft Lumia 550, 950 og 950 XL sem koma í sölu og dreifingu í byrjun desember.

Hinsvegar hafa ekki komið formlega staðfestingar á því hvenær önnur Windows Phone 8-tæki muni fá þessa ágætu uppfærslu en snillingarnar hjá All About Windows Phone hafa rýnt í þær upplýsingar sem eru þó aðgengilegar, formlegar og óformlegar og sett saman töflu yfir þau tæki sem eiga möguleika á að fá uppfærsluna og hvenær líklegt þykir að uppfærslurnar verða aðgengilegar.

Tekið skal fram að ekkert er endanlega staðfest í þessum efnum og skal því öllu hér fyrir neðan tekið með fyrirvara:

Tegund uppfærslu / dagsetning
Windows 10 Mobile
Notendagögn geymast sem og uppsett forrit Símategundir
Kemur með beint úr kassanum: n/a Lumia 550, 950 , 950 XL
OTA-uppfærsla frá enda desember 2015 Lumia 430, 435, 532, 535, 540, 640, 640 XL, 730/735, 830, 930, HTC One (M8)
OTA-uppfærsla frá byrjun febrúar 2016 Lumia 520, 525, 620, 625, 630, 635, 720, 820, 920, 925, 1020, 1320, 1520, Icon, HTC 8X
Uppfærsla í gegnum PC með sérstöku PC-forrit, frá byrjun mars 2016 Þarf að framkvæma Backup/restore Lumia 530 
Mun líklegast vera áfram með Windows Phone 8.1* n/a HTC 8S, Samsung ATIV S, Yezz Billy 4, Yezz Billy 4.7

 

Tekið skal fram að símtækin í neðstu línunni er öllu símtæki sem eru með 4GB-geymsluminni og ekki með möguleika á að stækka það með neinum hætti. Í þessu tilfelli er það geymsluminnið en ekki annar vélbúnaður sem mun hamla uppfærslu á þessum símum upp í Windows 10 Mobile. Þó er þetta ekki endanlega staðfest og mun það líklegast koma í ljós eftir nokkra mánuði hvort uppfærslan muni ná að keyrast inn á þessa síma.

Þessar upplýsingar koma heim og saman við upplýsingar sem láku út á Netið í morgun þar sem símafyrirtækið Orange birti upplýsingar um uppfærsluleiðina fyrir flest af þeim símtækjum sem koma fram í listanum hér fyrir ofan. Þó er ekki minnst á önnur tæki en Lumia-tæki hjá Orange en líklegt þykir að önnur tæki nefnd hér við ofan muni fylgja með í sömu skrefum.

Einnig má benda að nú þegar eru tugþúsundir notenda sem eru skráðir í ‘Windows Insider’ sem tryggir völdum símtækjum aðgang að beta-útgáfum af Windows 10 Mobile. Nú er útgáfa 10581 í gangi fyrir þau símtæki sem styðja þá útgáfu og þá sem hafa ekki þolinmæði að bíða eftir því að formlega uppfærslan verði aðgengileg. Talið er að útgáfa 10586 komi á fimmtudag en telja menn líklegt að þar sé um lokaútgáfu að ræða (RTM) en sama dag kemur Windows 10 fyrir Xbox One ásamt nýrri útgáfu fyrir Windows 10 fyrir tölvur.

Heimild: All About Windows Phone

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira