Heim Microsoft Windows 10 viðburður í dag – Hverju eigum við von á?

Windows 10 viðburður í dag – Hverju eigum við von á?

eftir Jón Ólafsson

Klukkan 14:00 að íslenskum tíma hefst Windows 10 devices viðburður hjá Microsoft en þar munu þeir líklega kynna nýjungar í Windows 10 stýrikerfinu sínu ásamt væntanlegum tækjum.

 

Bein útsending hér

 

Það hefur verið nokkur eftirvænting eftir þessari kynningu enda 18 mánuðir síðan Lumia 930 var kynntur og það er langur tími í tækni. Mikið hefur verið fjallað um hvað sé væntanlegt á erlendum miðlum en þetta hefur einhverra hluta vegna ekki ratað í íslenska miðla.

Fyrir utan Continuum og breytingar í Windows 10 þá reiknum við með að verði kynnt verði Windows 10 símtæki, Surface 4 Pro, Band 2 og mögulega eitthvað óvænt

Lumia 950 XL

  • Skjár: 5.7″ með QHD upplausn @ 2670 x 1440
  • Vinnsluminni: 3GB
  • Geymsluminni: 32GB
  • Kortarauf: Styður allt að 2TB microSD kort
  • Örgjörvi: Octa-Core sem keyrir á xx GHz
    Kubbasett: Snapdragon 810
  • Rafhlaða: 3.340mAh sem verður útskiptanlegt
  • Myndavél: 20MP (F/1.9) PureView með þreföldu LED flash ásamt 5MP HD vél fyrir sjálfur
  • Iris auðkenni fyrir Windows Hello.
  • Tengi: USB Type-C sem Microsoft mun án efa nota fyrir Windows 10 Continuum.

 

Lumia 950

  • Skjár: 5.2″ með QHD upplausn @ 2670 x 1440
  • Vinnsluminni: 3GB
  • Geymsluminni: 32GB
  • Kortarauf:  Styður allt að 2TB microSD kort
  • Örgjörvi: Hexa-Core sem keyrir á xx GHz
  • Kubbasett: Snapdragon 808
  • Rafhlaða: 3.000mAh
  • Myndavél: 20MP (F/1.9) PureView með dual LED flash ásamt 5MP HD vél fyrir sjálfur
  • Iris auðkenni fyrir Windows Hello.
  • Tengi: USB Type-C sem Microsoft mun án efa nota fyrir Windows 10 Continuum.

Margt sem er ekki vitað með vissu um Lumia 950 enn það er mögulegt að hann komi með tveimur SIM kortum (eða auka týpa). Einnig er ekki á tæru hvort hann komi í raun til með að vera með þreföldu flash´i

Lumia 550

  • Skjár: 5″ með HD upplausn (mögulega 4.7″)
  • Vinnsluminni: 1GB
  • Geymsluminni: 8GB
  • Kortarauf: stuðningur fyrir allt af 128GB kort
  • Örgjörvi: Quad-Core Qualcomm sem keyrir á 1GHz
  • Kubbasett: Snapdragon 210
  • Rafhlaða: 1.905mAh
  • Myndavél: 5MP aðalmyndavél ásamt 2MP fyrir sjálfur.
  • Tengi: USB 2.

Microsoft Surface Pro 4

Það er eftirtektarverkt hversu lítið hefur lekið varðandi Surface Pro 4 enn reikna má með 6th gen Skylake örgjörvar. Þá má reikna með betri 12″ skjá og mögulega týpu með 4K upplausn. Mjög líklega verður vélin viftulaus og mögulega með stærri rafhlöðu en það er þó ekki víst þar sem Skylake örgjörvar nota ekki mikið rafmagn miðað við eldri örgjörva. Einhversstaðar las ég að skjárinn verði mögulega brúnalaus (bezel-free) svipaður og Dell XPS 13 en þetta verður að koma í ljós.

Mynd í léttari kanntinum af meilleurmobile.com

Mynd í léttari kanntinum af meilleurmobile.com

Það hefur einnig verið orðrómur um 14″ Microsoft Surface vél sem hefur verið kölluð “Surface XL”. Samkvæmt heimildum verður hún mögulega enn þynnri en Surface Pro 3 og með 1TB SSD disk. Hún verði með 6th gen Intel Skylake örgjörva og komi til með að vera með Windows Hello en með því notar Windows vefmyndavélina til að auðkenna notendur og skrá þá inn í kerfið (þarf ekki password).

 

Microsoft Band 2

Það er næstum því ár síðan Microsoft kom öllum á óvart og kynnti Microsoft Band sem er lífstílstæki (úr) sem er miðað að þeim sem þurfa úr við líkamsrækt eða hreyfingu. Band hefur verið mjög vinsælt en við hér á Lappari.com vorum svo heppnir að vera með fulltrúa í Florida þegar það kom í sölu þar, hann stóð í röð og var með þeim fyrstu sem keyptu Band´ið á heimsvísu. Við höfum verið með það til skiptis og notað það sleitulaust síðan, þetta er sannarlega vara sem vert er að skoða þó svo að það megi margt betur fara (enda ver:1).

Mynd af redmondpie.com

Mynd af redmondpie.com

Það er fátt vitað um Band 2 en þó að Microsoft hefur breytt hönnun lítillega, það er mun vandaðra og mögulega með stálramma núna. Það er þó ljóst að Microsoft Band 2 mun virka með Windows Mobile, Android og iOS tækjum eins og Band 1 gerir.

 

Annað

-Von er á stórri uppfærslu sem kallast Threshold 2 (TH2) og hefur hún verið kölluð “Windows 10 update for November” eða “Windows 10 November update”.
-Microsoft mun án efa fjalla um Windows 10 fyrir Xbox One leikjatölvuna, mögulegar nýjungar eða breytingar þar.
-Mögulega verður eitthvað fjallað meira um HoloLens en það er ein flottasta vara sem ég hef séð í mörg mörg ár.

 

Annars kvetjum við lesendur til að heimsækja Lappari.com klukkan 14:00 að íslenskum tíma og fylgjast með þessum viðburði í beinni.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira