Heim MicrosoftWindows 10 Sæktu Windows 10 strax

Sæktu Windows 10 strax

eftir Jón Ólafsson

Eins og við höfum sagt frá áður þá er Windows 10 að koma í dag en notendur fá uppfærsluna í bylgjum. Þetta þýðir að sumir fá uppfærsluna strax en aðrir gætu þurft að bíða í 2-3 daga eftir henni.

Það er einföld og lögleg leið til að sækja Windows 10 strax í dag og það góða er að það er hægt að sækja ISO líka til að uppfæra fleiri vélar eða ef þú vilt eiga uppsetningarskrá á USB lykli. Notendur með Enterprise leyfi þurfa að bíða fram yfir mánaðarmót en þá er hægt að sækja Windows 10 á VLSC.

Skref 1:

Byrjaðu á því að opna Windows Update og setja inn allar uppfærslur sem fáanlegar eru fyrir Windows 7/8.1 vélina þína

Upgrade-Windows-7-to-Windows-10-right-now

Skref 2:

Næst þarftu að sækja tól frá Microsoft sem heitir Windows 10 Media Creation Tool en það er til í tveimur útgáfum, fyrir 32 og 64 bita stýrikerfi. Notendur geta hægri smellt á My Computer og smellt á Properties til að sjá hvort þeir séu með 32 eða 64 bita útgáfu.

Windows Media Creation Tool

Skref 3:

Þegar búið er að sækja tólið frá Microsoft þá er best að hægri smella á skránna og velja “Run as administrator” og síðan á Yes þegar UAC glugginn kemur upp.

Skref 4:

Á fyrsta glugganum er hægt að velja hvort þú sért bara að uppfæra vélina sem þú ert að nota núna eða hvort þú ætlir að sækja ISO af Windows 10. Ef notendur velja “Create installation media for another PC” þá er hægt að láta tólið setja uppsetningarskrá á USB kubb eða láta það búa til ISO sem síðan er brend á DVD disk.

Þessar leiðbeingingar miða við að lesendur séu bara að uppfæra vélina sýna.

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step1

Skref 5:

Þegar uppsetningarskrár hafa hlaðist niður þá munu notendur sjá eftirfarandi

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step2

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step3

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step4

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step5

Skref 6:

Næst munu notendur fá upp leyfisskilmála sem allir lesa vitanlega yfir á smella síðan á “accept”

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step7

Skref 7:

Næst mun uppsetningarforrit leita aftur af uppfærslum og setja þær upp ef einhverjar eru.

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step8

Skref 8:

Þá er allt tilbúið en ég mundi alls ekki smella á Install takkann strax

áður en það er gert þá er best að smella á tengill sem stendur á “Change what to keep”

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step9

Þar er hægt að velja hvort Windows 10 mun færa með sér gögn og forrit úr fyrri uppsetningu.

  • Keep personal files and apps
    Hér passar Windows 10 uppá flest forrit, stillingar ásamt gögnum (ljósmyndir o.s.frv.)
  • Keep personal files only
    Hér passar Windows 10 bara uppá gögn eins og ljósmyndir o.s.frv.
  • Nothing
    Hér passar Windows 10 ekki uppá neitt helstu eyðir fyrri uppsetningu alveg út.  (öll gögn tapast)

Flestum hentar að nota “keep personal files and apps

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step11

Skref 9:

Þá ætti allt að vera tilbúið til þess að uppfæra Windows 7/8.1 vélina uppí Windows 10 og uppsetning hefst þegar smellt er á Install.

Upgrade-your-Windows-7-to-Windows-10-step12

Vonandi gerir þetta biðina eftir Windows 10 aðeins þolanlegri  🙂

Myndir teknar af: intowindows.com

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira