Heim ÝmislegtFréttir Aprílgabb – Macland og Lappari.com sameinast

Aprílgabb – Macland og Lappari.com sameinast

eftir Jón Ólafsson

Uppfært – 1. Aprílgabb

 

Gengið hefur verið frá kaupum Macland á vefnum Lappari.com (www.lappari.com) og öllum undirsíðum, kaupverðið er trúnaðarmál. Voru kaupin samþykkt á fjölmennum stjórnafundi Lappari.com nú fyrir helgina.

Með kaupunum er ætlunin að efla enn frekar faglegar umfjallanir um þær vörur sem framleiddar eru af Apple ásamt því að efla þær umfjallanir sem þegar eru skrifaðar á vefinn.

„Sýn okkar er að gera Lappari.com að eina vefnum sem Apple notendur þurfa að hafa í bookmarks í Safari vafranum sínum. Þar á að finna nýjustu umfjallanirnar sem og leiðbeiningar fyrir Apple notendur“ segir Hörður Ágústsson framkvæmdastjóri Macland.

 

Eftir sem áður mun Jón Ólafsson (Lapparinn) sjá um ritstjórn vefsins en auk hans bætast við skrif frá starfsmönnum Macland ásamt þeim her manna sem standa að skrifum inn á vefinn.

„Vefurinn mun eflast með þessari sölu, ég mun áfram sjá um daglegan rekstur og ritstjórn en mun samt þurfa að bera allt efni undir Hörð fyrst. Fyrir höfum við einbeitt okkur að snjallsímum sem hafa flokkast undir #applauslífsstíll en með þessum breytingum sjáum við tækifæri í að fjalla jafnvel um eitthvað af öppum sem í boði eru út á markaðnum.“ segir ritstjóri Lappari.com

 

Við kaupin mun verða til öflugasti óháði miðillinn í tæknitengdum fréttum og umfjöllunum sem þjónar öllum tegundum tækja, óháð framleiðanda og óháð stýrikerfi.

 

Hægt er að fá frekari upplýsingar hér eða með því að lesa fréttatilkynninguna í heild og ásamt því að sjá myndir frá undirritun samnings.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira