Heim Microsoft Leikjavél Lapparans

Leikjavél Lapparans

eftir Jón Ólafsson

Fyrir stuttu síðan setti ég saman nýju leikjavélina mína og eins og venja er með okkur nördana hér á Lappari.com þá var þetta ferli tekið saman í færslu og verkið síðan myndað í bak og fyrir. Vélin var sett saman úr því besta sem ég gat réttlætt miðað við það sem ég mun nota hana í. Ég vill að vélin ráði vel við alla leiki á markaðnum í dag og síðan þessa venjulega tölvu- og mediavinnslu sem ég þarf að sinna. Það er líklega einfalt að færa fyrir því rök að ég þurfti ekki svona öfluga vél í verkið en svona er lífið 🙂

Skemmtilegasti parturinn við ferlið allt saman var vitanlega að pússla vélinni saman en þar rétt á eftir er val á íhlutum sem ég vildi nota en þar var legið yfir review síðum og tækniupplýsingum um hitt og þetta. Þetta ferli getur verið flókið og leiðinlegt fyrir þá sem hafa minni áhuga á slíku enda mikið til af flottum íhlutum sem koma til greina þegar draumavélin er smíðuð.

Við höfum svarað ófáum fyrirspurnum vegna vélarinnar og afhverju við völdum þennan en ekki hinn íhlutinn. alltaf gaman að taka hring á þannig pælingum. Vegna þessa er mér kært að segja frá því að Tölvutek hefur yfirfarið vélbúnaðinn sem ég notað og með nokkrum smá breytingum tekið saman í tilboð (container)

 

Þetta tilboð heitir einfaldlega: Gigabyte Lappari Gaming.

 

Við erum búnir að renna yfir íhlutina í þessu tilboði og er þetta svo til nákvæmlega eins vél og ég setti saman og er okkur því ljúft að mæla með þessu og hrósa þeim fyrir gott framtak. Vitanlega er þetta ekki gefins en við lögðum saman búðarverðin á þessum íhlutum og komu þeir út á 409.780 m/vsk en það er án samsetningar og uppsetningar á stýrikerfi. Þeir sem nota sér Lappara tilboðið borga 379.900 m/vsk og spara sér því um 30 þúsund ásamt því að fá samsetningu og uppsetningu á stýrikerfi “ókeypis” með.

Hér er hægt að opna Lappari Gaming sem PDF.

 

Einn stór kostur þegar valið er Gigabyte Black Edition móðurborði er að innan 3ja ára er hægt að skipta því út fyrir nýtt sambærilegt Black Edition móðurborð í Tölvutek þér að kostnaðarlausu. Það eina sem eigendur þurfa að gera að skrá sig hér á heimasíðu GigaByte.

 

 

Ég hef aðeins verið spurður út í nauðsyn þess að nota Raid0 á svona vél og hvort þetta sé virkilega penningana virði. Svarið við þessu er mjög einfalt því afköstinn svo til tvöfaldast við að fara úr einum disk í tvo í Raid0. Vitanlega finnst þetta ekki mikið í venjulegri vinnslu en ræsing á stórum forritum, rendering og hleðsla í borðum í leikjum er miklu mun sneggri í svona uppsetningu

Raid0_Samsung

Hér prófaði ég diskana mína saman í Raid0 en að meðaltali var leshraði 979 MB/s (991 peak) og skrifhraði um 966 MB/s en þetta er mikil breyting frá 540/520 MB/s sem Samsung gefa upp fyrir EVO diskana.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira