Heim MicrosoftWindows 7 Yfir 110 milljónir Windows 8 notendur

Yfir 110 milljónir Windows 8 notendur

eftir Jón Ólafsson

Eins og ég hef talað um áður t.d. hér þá fór Windows 8 vel á stað eftir að það kom á markað í lok síðasta árs. Samkvæmt sölutölum frá Microsoft þá var Windows 8 að selja jafnhratt eða hraðar en Windows 7.

Samkvæmt NetmarketShare þá er tæplega 8% af nettrafík að koma frá notendum sem eru að nota Windows 8 stýrikerfi og það þýðir að rúmlega 110.000.000 manns eru að nota Windows 8.

 

Á sama tíma og misvitrir menn eru að spá því að tími PC tölvunar sé liðinn

 

Það eru því fleiri að nota Windows 8 en Mac OS X ef allar útgáfur af Mac OS X eru lagðar saman. Þetta eru svo sem ekki stór tíðindi þar sem Apple tölvur hafa aldrei náð meira en 7% markaðshlut (svo ég muni) en er samt smá sokkur í þá sem hafa gaman af því að gagnrýna Windows 8.

F’ólk virðist vera að fatta að þessar breytingar á Windows 8 eru ekki róttækar og með opnum huga létta þær vinnuna mikið. Ég hef trú á því að þessi hlutur Windows 8 muni hækka töluvert næstu 6-12 mánuði þar sem mörg fyrirtæki hafa ekki enn skipt út Windows 7 enda kannski ekki ástæða til þess. Flest fyrirtæki sem ég þekki til munu ekki skipta yfir í Windows 8 fyrr en Windows 8.1 kemur núna í oktober.

Þess vegna koma þessar tölur mér á óvart og það er margt sem bendir til þess að þessi vöxtur á Windows 8 sé því “bara” hjá einstaklingum og að mögulega sé aukinn vöxtur framundan þegar fyrirtæki hella sér í innleiðingu á fullu.

Hlutur Windows 7 hefur haldist í kringum 45% síðan Windows 8 kom á markað í Oktober 2012. Windows XP notkun hefur minnkað úr 40.66% í 33.66% sem bendir til þess að þessi 8% sem eru að nota Windows 8 eru að uppfæra Windows XP vélarnar sínar í stað þess að leita annað.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira