Heim ÝmislegtFréttir Uppfært: Nýr iPhone frá Apple

Uppfært: Nýr iPhone frá Apple

eftir Jón Ólafsson

Tæknirisinn Apple kynnti fyrr í dag tvær nýjar útgáfur af iPhone símanum sem flestir ættu að þekkja en Lapparinn var með live tengil í beina útsendingu einn Íslenskra miðla.

Það má með sanni segja að það hafi ekkert komið á óvart í þessari kynningu og ég beið alltaf eftir að sagt yrði “There is just one more thing” og Apple myndu heilla mig en svo var ekki. Þó svo að það hafi ekkert komið á óvart þá þýðir það ekki að kynningin hafi verið slök, síður en svo þar sem Apple kynnti iOS7 sem fer í almenna dreyfinginu 18. september. Ásamt því að kynna tvær nýjar týpur af iPhone.

 

iPhone 5S

Þetta er eðlileg þróunn á iPhone 5 þar sem síminn kemur með mun öflugri örgjörva og nú 64- bita, betri myndavel 8MP og f/2.2, betra dual flass, notar OpenGL|ES 3.0 fyrir myndvinnslu. Rafhlaðan olli mér vonbrigðum en hún er “jafngóð” og í iPhone 5 en það var eitt sem vakti athygli mína sérstaklega og það er fingrafaraskanni. Þetta er alls ekki ný tækni en Toshiba hafa sem dæmi notað fingrafaraskanna á sínum tækjum frá 2007 (á Asíu markaði)

 

touch

Nýji fingrafaraskanninn

 

Með því að nota fingrafar sem auðkenni þá getur notandi sleppt því að setja leyniorð til að aflæsa símanum og til þess að staðfesta niðurhal/kaup í iStore. Þetta er mikil bylging að mínu mati út frá öryggissjónarmiðum og frábært skref frammá við… ef að skanninn virkar ALLTAF. Þeir fingrafaraskannar sem ég hef notað framm af þessu hafa verið misgóðir skulum við segja.

iPhone 5S er vitanlega 4G en mun ekki virka á Íslandi að svo stöddu en Apple mun ekki virkja 4G hérlendis þar sem það er ekki opinbert umboð með iPhone síma á Íslandi.

2013-iphone5s-silver

Síminn kemur í silvur-, svörtum- og gulllit

Verð á ólæstum síma 

16GB   –   $649 eða um 81.125
32GB   –   $749 eða um 93.625
64GB   –   $849 eða um 106.125

(af apple.com en þá á eftir að bæta á hann vsk, flutningskostnaði og öðrum aðflutningsgjöldum)

 

iPhone 5C

iPhone 5C er ódýrari týpa af iPhone, lykilorð er ódýrari því hann er ekki ódýr borið saman við samkeppnisaðila en ef verðið er skoðað er hann aðeins $100 ódýrari en iPhone 5S sem er allof lítill munur að mínu mati. Segja má að iPhone 5C sem með svipuðum vélbúnaði og virkni og iPhone 5 sem kom út fyrir ári síðan en kemur núna í Polycarbonate plast skel sem fáanleg er í nokkrum litum.

iphone5c

iPhone 5C kemur í nokkrum litum

 

Það er fátt meira að segja um iPhone 5C annað en að hvorki ég né nokkur annar (lesist Jobs) hefði átt von á marglitum iPhone símum frá Apple en ég get bætt við að litirnir minna æði mikið á þennan.

 

Verð á ólæstum síma 

16GB   –   $549 eða um 68.625
32GB   –   $649 eða um 81.125

(af apple.com en þá á eftir að bæta á hann vsk, flutningskostnaði og öðrum aðflutningsgjöldum)

 

Er ekki málið að Lapparinn fari að taka iPhone í umfjöllun?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

1 athugasemd

Álfhildur 14/11/2013 - 15:39

Vitið þið hvaða gerð maður þarf að kaupa til þess að hann virki sem best hérna á Íslandi ef maður kaupir hann í Apple store í USA ?

Þeir eru seldir í nokkrum “modelum” t.d. Model A1533

Þeir virðast selja símana með T-moibile korti en segja að síminn eigi að virka allstaðar í heiminum.

Getið þið sagt mér hvernig síma er best fyrir mig að kaupa úti í USA ?

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira