Heim ÝmislegtAndroid Uppfært: Er Windows Phone 100% öruggt?

Uppfært: Er Windows Phone 100% öruggt?

eftir Jón Ólafsson

 

uhhh NEI, ekkert frekar en nokkuð annað kerfi en þau eru þó æði misjöfn..

Uppfærslur fyrir stýrikerfi skipta öllu máli en í mars tók ég saman færslu um hvernig þessi er hagað hjá Microsoft. Í mjög stuttu máli þá er Windows Phone 7 með 18 mánaða líftíma og Windows Phone 8 með 36 mánaða líftíma.

Windows Phone 7 sem kom út í nóvember 2010 en vegna þess að það hefur fengið þrjár stórar uppfærslur þá er það enn í dag 100% stutt af Microsoft og verður það í hið minnsta þangað til í september 2014. Windows Phone 8 mun fara í gegnum svipað ferli en það kom út í desember 2012 og allar stórar uppfærslur bæta 36 mánuðum við líftíma stýrikerfis.

 

android

Android hefur verið mikið um umræðunni síðustu daga og vikur vegna þess að DHS (Department of Home Land Security) hefur varað við því að opinberar stofnanir noti Android. DHS hefur ekki bannað Android tæki en biður þó viðbragðsaðila eins og slökkvilið, sjúkraflutninga og lögreglu að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru snjallsíma lausnir.

Til þess að fyrirbyggja svona öryggiskrísur þá sér Microsoft um uppfærslum á stýrikerfið óháð framleiðanda ásamt þvi að huga vel að þeim öppum sem í boði eru.

Þetta gerir Microsoft í stuttu máli á þennan veg

  1. Eins og hjá Apple þá sér Microsoft um forrita markaðinn og það er ekki hægt að setja upp forrit nema í gegnum Windows Store. *
  2. Eins og hjá Apple þá eru öll forrit skimuð og vottuð af Microsoft áður en þau birtast á markaði til að tryggja öryggi notenda. Það er skimað eftir vírusum, malware og hvort forrit uppfylli kröfur Microsoft um hraða og virkni.
  3. Microsoft eru þó meðvitaðir um að ekkert kerfi sé fullkomið og þess vegna eru öll forrit fjarlægð ef þau skapa vandræði.

*Eina undantekning er það sem kallast fyrirtækja öpp en þar geta kerfisstjórar stýrt og bundlað forritum sem þeir vilja leyfa notendum að nota.

Vegna þessa eru öryggis-, virus- eða malwarevandamál nær óþekkt á Windows Phone en ef þig grunar að eitthvað forrit sé varasamt þá sendirðu bara tölvupóst á [email protected] og appið verður skoðað.

Hafa verður í huga að ekkert kerfi (WP, Android eða Apple) er fullkomið og því þarf að gæta almennrar skynsemi þegar smellt er á tengla í tölvupósti eða sms, sérstaklega ef þú þekkir ekki sendandann.

 

Hvað er að Android?

Þar sem þessi pistill tengist öryggisáhyggjum hjá DHS vegna Android þá þarf að skoða betur hvað aðal “vandamál” Android er í raun og veru. Nýjustu útgáfur af Android hafa verið að koma mun betur út úr öryggisprófunum.

Það eru samt fjögur vandamál sem sitja eftir

  1. Framleiðendur ráða hvort þeir uppfæra seld tæki og hvenær þau gera það.
  2. Hagur framleiðanda er að selja þér nýtt tæki frekar en að uppfæra.
  3. Open Source er yfirleitt gott en veldur vandræðum í Android.
  4. Síðast en ekki síst það sem kallast fragmentation.

Hvað er átt við með fragmention?
Eins og sést vel í þessari færslu þá eru aðeins um 0,7% af Íslenskum notendum að keyra útgáfu 4.2.x sem er nýjasta Android útgáfan. Til viðbótar eru rúmlega 63% að nota útgáfu 2.3.x eða eldri sem segir mér að flestir eru að nota 3 ára útgáfu af Android.

Þetta er líklega vegna þess að framleiðendur ráða hvaða útgáfur þeir nota og þeir ráða líka hvort þeir uppfæri stýrikerfi notenda eða ekki. Google eru aftur á móti að reyna að móta heildstæðar uppfærslur á stýrikerfinu sem eiga að henta fyrir flest tæki en það hefur ekki tekist hingað til.

 

Heimildir

Microsoft

Microsoft

Hátækni

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira