Acer Iconia W700

eftir Jón Ólafsson

Eftir að hafa prófað Microsoft Surface RT þá hlakkaði mig töluvert til að prófa Windows 8 blending (e. hybrid). Með töluverðri einföldun þá er blendingur fullvaxta, venjuleg PC tölva í spjaldtölvulíkama.

Acer Iconia W700 er 11,6″ blendingur með fimm punkta snertiskjá.

 

WP_20130416_001

 

Ólíkt Surface RT vélinni þá keyrir W700 fulla útgáfu af Windows 8 stýrikerfinu í stað spjaldtölvuútgáfunni (Windows RT). Þetta þýðir að það er hægt að nálgast forrit af Windows Store sem er forritamarkaður Microsoft ásamt því að hægt er að setja inn “venjuleg” Windows forrit eins og um venjulega tölvu væri að ræða. Þetta gefur Windows 8 spjaldtölvum mikið forskot á Android og iPod þar sem það er talið það séu til rúmlega 80.000.000 forrita fyrir Windows stýrikerfið til viðbótar við Windows markaðinn sem telur nokkur hundruð þúsunda.

Blendinga er ekki hægt að kalla spjaldtölvur þó svo að vélin sé í spjaldtölvuskrokki. Einhversstaðar sá ég orðið Hybrid og kýs ég því að kalla þær blendinga. Það á ágætlega við því vélarnar sem eru einhversstaðar á milli spjaldtölvu og fullvaxta tölvu þegar kemur að virkni. Sem sagt til að einfalda skilgreiningu þá geta Windows 8 blendingar keyrt öll forrit sem virka á  venjulegum far- og borðtölvum. Windows 8 kemur í þessum útfærslum

  • Windows Phone 8 : Snjallsímar
  • Windows 8 : Fartölvur, borðtölvur og blendingjar.
  • Windows 8 RT : Spjaldtölvur (ARM örgjörvar)

 

Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro Umfjöllun

 

 

Hönnun og vélbúnaður.

Mér fannst Acer W700 frekar þung þegar ég tók hana fyrst upp en á móti var þetta massív og sterkleg vél. Það sem ruglar mann örlítið að þetta er “venjuleg” tölva í spjaldtölvu stærð. Álskrokkurinn gefur vélinni “premium” útlit og þó svo að hún sé 13mm þykk þá er þæginlegt að halda á vélinni.

Acer Iconia W700 er 948G og er því enn næginlega létt til að hægt sé að labba með hana um eins og þetta væri hefðbundin spjaldtölva. Hún er þvi mun léttari en sambærilegar PC og fartölvur en örlítið þyngri en hefðbundnar spjaldtölvur. Vill samt ýtreka að það er erfitt að bera þyngina saman við spjaldtölvur þar sem þessi vél er svo miklu öflugri og sveiganlegri í notkun.

Acer W700 kemur í nokkrum útfærslum eftir fyrir hvaða markað hún er framleidd fyrir. Vélin sem ég var búinn að skoða á netinu var ávallt í plastdoccu sem þjónaði hlutverki stands líka.

 

 

Vélin sem er til sölu hérlendis er þó ekki þannig og eftir á að hyggja er ég ánægður með að svo sé því notagildið eykst fyrir mig. Vélin leggst í sterka plastumgjörð sem heldur henni fastri í leðurtösku sem er hægt að leggja alveg saman og þá er vélin ekki stærri en samanbrotið Morgunblað eða taka í sundur og nota með þráðlausu (USB) lyklaborði sem er sambyggt töskunni.

 

WP_20130415_013

 

Lyklaborðið er ágæt og skemmtileg viðbót sem gerir lengri innslátt þolanlegan á móti skjályklaborðs innslætti. Ég mundi svo sem ekki semja lengri pistla en þessa umfjöllun með lyklaborðinu. þessi umfjöllun er öll gerð á W700. Taskna/standurinn er mjög góð ef t.d. er verið er að horfa á bíómynd í vélinni en það er hægt að stilla hallann lítillega. Ég nota vélina nær eingöngu í þessari tösku, bæði útaf lyklaborðinu og töskunni.

Framhliðin öll er þakinn af þessum frábæra 11,6″ LED skjá sem styður 1920 x 1080 upplausn (Full HD) en þar næst er svartur rammi sem umleikur skjáinn. Yst á framhlið tekur ljósgrár álrammi við en þessi heilsteypti álskrokkur ver vélina fyrir hnjaski ásamt því að gefa notandanum þessa massívu tilfinningu við að handleika hana. Skjárin er í 16:9 (wide screen) hlutföllum sem gerir það að verkum að eðlilegra er að nota hana liggjandi á hlið (lárétta). Almennt mundi ég segja að vélin sjálf sé vel hönnuð, tengi og stjórntakkar séu á eðlilegum stað miðað við það sem notandi má vænta.

Vélin sem ég er með kemur með 4GB DDR3 vinnsluminni og tvíkjarna Intel Core i3 örgjörva (2365m, 1.5GHz) sem er öflugur og nær að keyra stýrikerfið og öll forrit sem ég hef prófað hnökralaust, vélin hoppar milli forrita hratt og vel. Vélin er almennt mjög spræk og ræður við öll hefðbundin PC forrit sem ég hef sett upp á henni, Photoshop virkaði vel ásamt þeim fáu leikjum sem ég prófaði. Þetta er alls ekki leikjavél en keyrir ágætlega létta leiki með innbyggðu Intel HD 3000 skjákorti. Það er hægt að fá vél með i5 örgjörva og HD 4000 skjákorti sem er betri í leikina.

Eitt sem kom mér á óvart en það var ræsi- og slökkvutími en það tekur mjög stuttan tíma að slökkva algerlega á vélinni og ræsa aftur. Biðst ég fyrirfram afsökunar á því að ég hafi verið 10 sekúndur að slá inn leyniorðið en það er bæði langt og var ég bara með eina hönd lausa.

 

 

Þetta er stórkostlegur kostur og mikill munur á öðru sem ég hef prófað áður. Vitanlega er vélin enn snekkri ef hún er bara sett í svefn (e. Sleep)

 

Það eru tvær myndavélar á Acer Iconia W700, ein 1,3MP að framan fyrir ofan skjáinn sem hentar vel í myndsamtöl og síðan önnur 5MP aftaná skjánum fyrir myndatökur. Báðar sinna sínu hlutverki ágætlega en þetta eru ekki hágæða myndavélar enda mundi ég aldrei ráðleggja notendum að nota spjaldtölvu við myndatökur. Acer Iconia kemur í 64GB og 128GB útfærslu, vélin sem ég fékk mér er 64GB vél. Þegar ég var búinn að setja upp öll mín forrit og gögn með þá er ég með 25GB laus sem dugar mér ágætlega. Hér eru hugleiðingar um geymsluminni í Windows 8 blendingum.

 

Tengimöguleikar

Acer W700 er ekki með microSD rauf og það er kannski helsti gallinn við vélina ef galli skyldi kalla. Venjulega mundi ég kaupa 64GB vél og setja síðan 64GB SD SDkort í vélina en það er ódýrasta leiðin til að auka við geymslurými. Vélin er með hefðbundið USB port til að tengja við flakkara, mús, lyklaborð, 3G módem eða minnislykil.

Ég keypti því aukalega 32GB minniskubb sem er yfirleitt í vélinni undir mediaefni. Á W700 er einnig HDMI mini tengi þannig að einfalt er að tengja vélina við auka skjá, sjónvarp eða skjávarpa og senda þannig mynd og hljóð á stærri skjá með stafrænum gæðum. Vélin er með Bluetooth 4 ásamt þráðlausu netkort sem styður 802.11 (a/b/g/n), allt að 300Mbps. Vélin er einnig með lítið 3.5″ tengi fyrir heyrnartól.

Rafhlaða og lyklaborð

Það er 54 Wh rafhlaða í W700 og samkvæmt Acer þá má reikna með 8 klst útúr henni við eðlilega notkun og 6-12 daga bið (standby idle life). Hugtakið eðlileg notkun er alltaf sveiganlegt en þrátt fyrir töluvert mikla notkun þá lifði W700 vel af eðlilegan dag við vinnu og leik. Með því að spila bíómynd (endurtaka aftur og aftur) yfir þráðlausa netið þá lifði vélin í 07:07 sem verðir að teljast mjög ásættanlegt (power: balanced / brightness:25%).

Þar sem W700 keyrir á venjulegu Windows þá er vitanlega hægt að stilla lyklaborðið (áfast og á skjá) á íslensku. Einnig er hægt að stilla allt stýrikerfið á íslensku eins og sjá má hér. Með því að stilla á Íslensku sem meginmál þá urðu séríslenskir stafir virkir eins og að um hefðbundina PC tölvu væri að ræða.

 

WP_20130415_016

 

Það eru einnig 2 gerðir af skjályklaborði innbyggðar í Windows 8 eins og sést hér.

Hefðbundið lyklaborð

W700_key1

Skipt lyklaborð fyrir hraðritun.

W700_key2

 

Hljóð og mynd

Ég var mjög ánægður með skjárinn í öllum mínum prófunum, alveg samahvort unnið var í texta, myndvinnslu, leikjum eða við að horfa á media efni. Hef í raun og veru ekkert að segja annað en hann er bjartur og einstaklega skýr og skarpur.

Hátalarar eru tveir, þeir eru staðsettir néðan á tölvuna þegar hún stendur í töskunni en þar sem vélin hallar aftur í vöggunni þá varpast hljóðið beint að notenda. Þessi lausn gefur ágætis stereo hljóð við þokkalegan tónstyrk hvort sem hlustað er á tónlist eða horft bíómyndir. Ég alltaf frekar með heyrnartólum við hlustun á tónlist þar sem hátaralar á svo lítilli vél eru aldrei sérstaklega hljómmiklir en þeir leysa þó verkið ágætlega. Acer Iconia er einnig með 1 hljóðnema sem dugar ágætlega í myndsímtöl.

 

Margmiðlun

Þar sem þetta er venjuleg Windows tölva þá er markmiðlun í sérflokki á þessari vél. Það er þannig hægt að horfa á eða hlusta á allt sem þú getur hlustað á í venjulegri PC tölvu. Eins og venjulegri PC tölvu gat ég spilað bíómyndir af vélinni, flökkurum, minnislyklum eða af netdrifi. Við allar prófandir var öll afspilun algerlega hnökralaus og virkaði mjög vel. Þetta átti við hvort sem prófaði CD (utanáliggjandi USB), MP3 eða bíómyndir (avi og mkv prófað). Það er hægt að sækja VLC spilaran sem spilar allt efni eða setja upp Windows 8 codec sem eru ókeypis hér (muna að lesa allt í setup og taka hakið úr addware).

Flash virkar í öllum Windows 8 tölvum (líka RT) og virkar því allt efni á heimasíðum sem gert er með Flash. Í stuttu máli þá hef ég ekki enn rekist á markmiðlunarefni sem ég get spilað á venjulegri PC tölvu sem ég get ekki gert á þessar vél.

 

Hugbúnaður og samvirkni.

Eins og með allar Windows 8 vélar þá fylgja með öll hefðbundin skipulagsforrit (vafri, póstforrit, tengiliðir, skipuleggjari o.s.frv.) með vélinni en það sem vantar uppá er aðgengilegt í gegnum Windows Store (forritamarkað Microsoft). Þeir sem gagnrýna lítið úrval forrita í Windows Store gleyma oft að úrvalið fyrir Windows 8 er það mesta sem til er á markaðnum í dag. Þetta segi ég vegna þess að notandi hefur aðgang að hundruðum þúsunda forrita í markaði og síðan þessum 40.000.000 hefðbundina PC forrita. Hvorki Android né Apple komast nálægt þessum tölum í forritaúrvali.

 

WP_20130415_014

 

Ég setti upp Office 2013 á W700 og þar sem ég skráði mig inn í vélina með Microsoft notendandum mínum (Live ID) þá samstillti W700 sig við notendann minn sem vistaður er í skýinu hjá Microsoft (á SkyDrive).

Þetta þýðir í mjög stuttu máli:

  • Þegar ég breyti um skjámynd á Windows 8 fartölvunni þá breytist skjámyndin á W700.
  • Þegar ég bý til Office skjal á annari tölvu þá verður það strax aðgengilegt á W700 (vice versa)
  • Þráðlaus net sem ég tengist með fartölvu afritast yfir á W700. Því þurfti ég bara að setja inn WEB lykill við fyrstu uppsetningu og síðan þekkti W700 þráðlausu netin sem ég nota að staðaldri.
  • Ég er alltaf með sömu upplýsingar á W700 og á fartölvunni og þarf því ekki lengur að senda skjöl sem ég útbý á spjaldtölvunni yfir á fartölvu með tölvupósti.

Hef oft undirbúið stöðufundi á borðtölvunni og síðan stokkið á fund með W700 vélina án þess að taka nokkuð annað með mér. Um leið og W700 fær netsamband þá samstillist efnið sem ég hafði undirbúið á borðtölvunni við blendinginn og ég því fær í allt. Það er ekkert annað stýrikerfi sem bíður uppá svona samþættingu án auka hugbúnaðar. Þessi samþættingin er byggð inn í allt kerfið og eftir að hafa prófað þá langar mig ekki í neitt annað.

 

Niðurstaða

Þó svo að sól Acer skíni ekki sem skærast þessa dagana þá eru þeir ekki dauðir úr öllum æðum. Acer Iconia W700 er falleg, öflug, stílhrein og góð hybrid vél sem að mínu mati er sjálfssagður valkostur ef á að kaupa spjaldtölvu sem kostar 100.000 eða meira. Þetta segi ég vegna þess að notagildið í alvöru PC vél í spjaldtölvulíkama er alltaf miklu meira enn í venjulegri spjaldtölvu.

 

 

Helsti kostur blendingja er að þeir eru mjög einfaldir í notkun og sé ég fyrir mér að „venjulegir“ notendur geti notið hennar strax. Í raun má segja að ef þú kannt á Windows þá kanntu á þessa.

Allir Windows 8 blendingjar eru vænlegur kostir fyrir fyrirtæki vegna EAS samþættingu, mögulega á venjulegum x86 forritum. Acer Iconia W700 á fyllilega erindi á vinnuborðið í flestum fyrirtækjum, vel búinn, sterk og öflug vél sem ég mæli hiklaust með.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira