Heim ÝmislegtGoogle Íslandsvinurinn Krugman um Google – uppfært

Íslandsvinurinn Krugman um Google – uppfært

eftir Jón Ólafsson

Uppfærsla neðst

Það eru margir ósáttur við ákvörðun Google um að loka á Google Reader þjónustuna sína en hún er í dag leiðandi RSS þjónusta á markaðnum eins og ég fjalla um hér. Ég sjálfur hef aldrei notað Goolge Reader þar sem ég skoða bara RSS strauma í fartölvu eða borðtölvu og nota ég Outlook eins og ég útskýri hér.

Krugman vinur okkar tekur örlítið djúpt í þá ákvörðun Google að loka þessari þjónsustu í grein sem birtist á bloggi hans á NYTimes og kallast: The Economics of Evil Google

Sá vinkill sem Krugman virðist taka er að Google sem er leiðandi í að finna og búa til lausnir fyrir almenning virðista ekki hafa neinn áhuga á því að reka og halda við þessum þjónustum.

Google er ekki góðgerðarstofnun, þetta er fyrirtæki með eigendum og þeir vilja hámarka þann hagnað sem þeir geta mögulega fengið útúr fjarfestingum sínum. Krugman bendir á að Google séu þekktir fyrir að koma með ágætar og ókeypis lausnir fyrir notendur en þeir eru í vandræðum með að hagnast á þessum lausnum.

Öll verkefni bera fastan kostnað eins og Krugman bendir á og er áhugavert að sjá hvernig Google leysir þetta í framtíðinni. Eins og lesandi bendir á þá má ekki gleyma því að Google er leiðandi í að innleiða þjónustur sem í raun botnfella markaði tekjulega og því vonbrigðin meiri þegar þeir yfirgefa þjónustuna.

Grein Krugman má sjá hér.

 

UPPFÆRSLA

Ég var í áhugaverðum samskiptum við nokkra á Twitter um þetta og fór að spá í stærðum og ástæðum þess að notkun RSS hefur minkað.

Ástæða minnkandi áhuga má líklega rekja til eðlilegrar þróunar en notendur nota Facebook, Twitter, Bing eða Google til að leita sér upplýsinga. En það eru samt margir að nota RSS og sem dæmi þá voru 1.387.599 (jan 2013) sem sóttu helstu fréttir af forsíðu BCC via RSS og síðan 824.784 sem sóttu bara UK útgáfu af BBC. Til viðbótar fann ég tölur frá Feedburner en þeir hafa gefið úr að það eru um 65.6 milljónir áskrifenda þar.

 

En og aftur.. Google er ekki góðgerðarstofnun frekar en hvert annað stórfyrirtæki en mér virðist að Google hafi bara ekki kunnað að græða á RSS

reader-sub

Þetta er tekið úr Official Google Reader blog árið 2010 þar sem þeir benda á mikinn vöxt í áskrifendum..

Sama ár, á sama bloggi birta þeir eftirfarandi “badge” tölfræði  (copy/paste)

  • 13% of people who requested a badge ended up way over our “Totally Sweet” threshold of 314,159 items read…
  • 25% of you were Platinum (133,700 read items or more).
  • Even more amazing, four people had read over one million lifetime items.
  • One person had read more than two million items. (Holy cow.)

Þeir halda áfram með að benda á að “venjulegur” Reader notandi les um 105 “fréttir” á dag.

Þetta er aðeins 5 arum eftir að Google hóf þjónustuna sem þeir slökkva síðan á 2013.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira