Okkur langar að vara við skæðum vírus/ransomeware sem er að ganga. Þessi vírus er búinn að vera nokkuð lengi í gangi og höfum við fjallað um hann áður (líka hér) en þetta er hinn alræmdri CryptoLocker vírus (Ransomware).
Þessi vírus virkar þannig að notendur opna viðhengi sem berst með tölvupósti og við það virkjast vírusinn og á bakvið tjöldin vinnur hann hægt og sígandi að því að dulkóða og læsa skjölum, myndum o.s.frv. á tölvu notenda. Þegar sú dulkóðun er búinn þá kemur upp melding þar sem notendum er gert að greiða gjald innan ákveðins tíma til þess að komast aftur í gögnin.
Gott að hafa í huga að ekkert gerist ef notendur átta sig á þessu og eyða póstinum (opna ekki viðhengið)!
Gott dæmi um fórnarlamb CryptoLocker er t.d. fasteignasalan Miklaborg en RÚV fjallaði um málið um miðjan Apríl mánuð.
Það sem gerðist er að starfsmaður okkar fær vírus í tölvuna í gærkvöld. Vírusinn tekur öll skjöl sem heita pdf, word og excel og læsir þeim með dulmáli þannig að þau verða ónothæf. Vírusinn er síðan þannig gerður að hann sýkir öll önnur skjöl sem þessi tiltekni starfsmaður hafði aðgang að,“ segir Jason Guðmundsson, annar af eigendum Miklaborgar, í samtali við fréttastofu.
Það er þvi við hæfi að ítreka viðvarandir okkar og minna á að notendur skulu sýna aðgát eða forðast að opna viðhengi ef eftirfarandi á við:
- Póstur er frá aðila sem þú þekkir ekki til.
- Póstur er á ensku en þú átt engin/lítil samskipti við útlönd
- Ef subject póstsins er t.d.
Your account #xxxxxxxxxxxx has been suspended
Your account #xxxxxxxxxxxx has been blocked
Your account #xxxxxxxxxxxx has been banned
Account #xxxxxxxxxxxx Temporarily Locked - Sýna aðgát ef viðhengið endar t.d. á .rar- .zip
- Ekki opna viðhengi sem enda á t.d. .cab – .scr – .exe
Hér má sjá skjáskot af svona pósti
Hefur þú lent í eða þekkir þú einhvern sem hefur lent í þessu?