Heim Microsoft Fyrstu kynni – Eve T1 spjaldtölva

Fyrstu kynni – Eve T1 spjaldtölva

eftir Jón Ólafsson

Við hér á Lappari.com fengum fyrir skemmstu til okkar nýja spjaldtölvu til prófunar en þetta er 8″ Windows spjaldtölva sem heitir Eve T1. Núna tveimur vikum seinna er kominn smá reynsla á vélina og því ekki úr vegi að kynna hana aðeins betur fyrir lesendum.

Það hafa komið nokkuð margar litlar Windows spjaldtölvur á markaðinn síðustu mánuði og samkeppnin á þessum markaði virðist vera að herðast sem er gott fyrir okkur sem neytendur.

 

Ein af þessum spjaldtölvum er einmitt Eve T1 sem er búinn eftirfarandi.

  • Stýrikerfi:  Windows 8.1 with Bing sem er full útgáfa af Windows, ókeypis uppfærsla í Windows 10.
  • Skjár: 8″ HD IPS með 1280×800 upplausn
  • Örgjörvi:  Intel BayTrail (Z3735F) sem keyrir á 1.8GHz
  • Vinnsluminni: 2GB af DDR3 minni
  • Geymslurými: 32GB
  • Rafhlaða: 4300 mAh
  • Myndavélar:  5MP aðalvél og 2MP fyrir myndsímtöl (sjálfur)
  • Annað: Rauf fyrir allt að 128GB microSD kort  –  Bluetooth 4.0  –  WiFi 802.11n  –  GPS  –  microUSB 2 fyrir hleðslu  –  3.5mm tengi fyrir heyrnartól

Stærðir í mm eru: Hæð: 130  –  Breidd: 216  –  Þykkt: 9

 

Verðið er það sem kom mér mest á óvart en hún kostar aðeins 159 Evrur með sköttum (án innflutningsgjalda) en það er rétt rúmlega 20 þúsund íslenskar krónur. Þetta verð er mjög áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að með henni fylgir 12 mánaða prufa af Office 365 personal. Þessi pakki inniheldur til dæmis Word, Excel, PowerPoint, Outlook, OneNote, Publisher og Access og 1TB af OneDrive geymslurými ásamt 60 mínúndum af Skype á mánuði en þetta kostar í árskrift um 10 þúsund fyrir árið.

Það ber svo sem ekki mikið á vélinni sem er svört og frekar einföld í hönnun, í kassanum fylgdi með leiðbeiningar, hleðslutæki(USB) og USB snúra.

 

 

Miðað við aðrar spjaldtölvur sem ég hef prófað á þessu verðbili þá virðist þetta vera nokkuð vönduð smíði og virðist hún vera sterkleg þó að úr plast sé. Skjárinn er bjartur og skemmtilegur og virðist virka vel en ég minni á að frekari umfjöllun og ýtarlegri prófanir eru nú í gangi hjá okkur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira