Þeir notendur sem hafa sett upp hjá sér Windows 10 og hafa uppfært í nýjustu útgáfuna sem lekið var á netið fyrir skemmstu (10051) hafa séð að póst- og dagatalsforrit hafa fengið nokkuð magnaða yfirhalningu. Þetta þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart þar sem Microsoft hafa tekið útlitið í gegn á Windows 10 og breytist það mikið milli útgáfna sem Windows Insiders geta sótt sér.
Af þessum myndum er ekki að sjá að virkni hafi breyst mikið en útlit og uppsetning hefur breyst töluvert.
Þar sem Build er á næsta leiti þá má reikna með því að við sjáum ekki stórar breytingar á Windows 10 þangað til þar sem Microsoft vilja mjög líklega bíða með allar stórar breytingar til að kynna þær á Build.
Heimild og myndir: @rlinev