Fyrr í dag tilkynnti Microsoft að Xiaomi hefur ákveðið að hefja prófanir á nýjum hugbúnað frá Microsoft sem gerir það auðvelt ferli að breyta Android símum í Windows síma. Til að byrja með þá verður notendum Mi4 síma í frá fyrirtækinu boðið uppá að setja upp Windows 10. Á næstunni stendur til að kynna fleiri síma frá öðrum framleiðendum og munu prófanir með Xiaomi auðvelda að fínpússa ferlið.
Meirihluti Android símtækja í umferð kemur ekki til með að fá uppfærslur í nýrri útgáfur af Android beint frá framleiðandum þrátt fyrir fjölda alvarlega öryggisgalla. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir Microsoft að auka við notendafjölda Windows.
Heimild: TechCrunch
Höfundur: Björn Dóri