Þessi grein er skrifuð í framhaldi af fyrri grein ( Geymslupláss – Windows og OSX ) sem útskýrir mun á framsetningu á geymsluplássi hjá Microsoft og hjá Apple. Ýtreka það strax að hvorug leiðin er rétt, þær eru bara mismunandi.
Eins og margir vita þá voru Microsoft menn gagnrýndir mikið á þegar Surface Pro kom í sölu fyrr í Febrúar. Þessi gagnrýni virtist helst vera vegna þess að lítið pláss er laust fyrir notendur þegar þeir kaupa vélina nýja og oft endar þetta í samanburði við Macbook Air (MBA) frá Apple. Mig grunaði strax að hluti þessara gagnrýni væri vegna binary vs decimal útreikninga á plássi og mun ég því skoða upplýsingar Surface Pro og síðan eina MBA vél sem ég fékk upplýsingar úr.
Vitanlega þarf ég að byrja á því að umreikna stærðir á Surface yfir í Decimal til að samræma við stærðir á MBA. Hér er dæmi um aðferð við útreikninga á 64 GB disk en það sést bara um 59,6GB í File Explorer í Windows
64GB (Decimal) * 1.000.000.000 = 64.000.000.000 bytes / 1.073.741.824 = 59,6GB (Binary)
<——->
59,6GB (Binary) * 1.073.741.824 = 64.000.000.000 bytes / 1.000.000.000 = 64GB (Decimal)
Windows notar binary (base 2) framsetningu þar sem 1 GB er samtals 1.073.741.824 bytes
Apple notar decimal (base 10) framsetningu þar sem 1 GB er samtals 1.000.000.000 bytes
Forsendur og stærðir
Hér eru official stærðir frá Microsoft umreiknaðar í Decimal
Surface Pro 64 | Surface Pro 128 | |
Umreiknað | Decimal | Decimal |
Heildarpláss | 64 | 128 |
Recovery | 10 | 10 |
Stýrikerfi, forrit | 22 | 22 |
Laust pláss | 32 | 96 |
Það er ekki fullt Recovery partition á MBA þannig að ég mun fjarlægja Recovery partition af Surface vélinni. Notaðar verða leiðbeiningar af Simon.is sem hægt er að finna hér. Það er mini-recovery á flestum OSX vélum þannig að notendur geta ræst vélum og hlaðið OS af t.d. netinu eða usb tengdum kubb/disk.
Að mínu mati á fullt recovery ekki heima á harða disknum, bæði útaf plássi sem það tekur ásamt því að ef hann bilar þá er kerfið farið (SPOF). Skynsamlegra er að fylgja þessum leiðbeiningum og halda recovery á USB lykli sem fylgir með Surface Pro. Surface kemur með rúmlega 1.5GB uppsetningar skrá fyrir Office 2013 Pro sem er inni í þessum tölum.
Viðbót þessu tengt
Surface RT umfjöllun
Surface Pro umfjöllun
Það eru ekki allir sem átta sig á því að það er falin System hluti á harð disk í MBA vél.
- 64 GB vél er því “bara” 60GB í DiskUtil.
- 128 GB vél er því “bara” 121,3 GB í DiskUtil
Þetta er sambærilegt á öllum OSX vélum samkvæmt þessu og er eðlilegt, en líklega fáir sem átta sig á þessu
Upplýsingar um 64 GB vél komu frá snillingnum honum Sverrir sem sér um og á www.einstein.is, hluti upplýsinga má sjá hér. Upplýsingar um 128 GB vél komu frá Andra Simon.is gúru en hluti þeirra upplýsinga má sjá hér.
Eina sem ég þarf að gefa mér er að OS og apps sé jafnmikið á 128 GB og á 64 GB vélinni.
Samanburður á 64 GB vélum
Surface 1: Án recovery
Surface 2: Með fullri recovery á harð diski
MBA | Surface 1 | Surface 2 | |||
Heildarpláss | 64 | 64 | 64 | ||
Falið | 4 | ||||
Recovery | 10 | ||||
Stýrikerfi, forrit | 14 | 22 | 22 | ||
Laust pláss | 46 | 42 | 32 | ||
% Laust pláss | 72% | 66% | 50% |
Sömu tölur á myndrænni hátt.
Windows stærðum hefur verið breytt úr Binary og yfir í Decimal.
Samanburður á 128 GB vélum
Surface 1: Án recovery
Surface 2: Með fullri recovery á harð diski
MBA | Surface 1 | Surface 2 | |||
Heildarpláss | 128 | 128 | 128 | ||
Falið | 8 | ||||
Recovery | 10 | ||||
Stýrikerfi, forrit | 13 | 22 | 22 | ||
Laust pláss | 107 | 106 | 96 | ||
% Laust pláss | 84% | 83% | 75% |
Sömu tölur á myndrænni hátt.
Windows stærðum hefur verið breytt úr Binary og yfir í Decimal.
Hvaða segir þetta okkur svo sem?
Það munar ekki miklu á lausu geymsluplássi á Surface Pro og Macbook Air þegar recovery hefur verið fjarlægt, sérstaklega á 128 GB vélinni. Munurinn er það lítill að það kemur líklega seint til með að skipta notendan einhverju máli.
Eins og fyrr þá legg ég ekki dóm á hvort betra sé að sýna stærðir í binary eða decimal. Eitt er víst að samanburður milli svona ólíkra kerfa er ómögulegur án umreikninga eins og hér að ofan.
Eitthvað af tölfræði í þessum pistli eru birt með góðfúslegu leyfi frá Ed Bott og ZDNet