Ég fór aðeins að spá í tímasetningum á Windows 10 Tech Preview (beta) fyrir símtæki en Microsoft hafa sagt að það sé von á því núna í Febrúar. Vitanlega er mikil eftirvænting í mönnum að prófa og því mikið legið á þeim með að gefa upp tímasetningu.
Það næsta sem ég kemst er tísti sem Gabriel Aul yfirmaður Windows Insider mála hjá Microsoft sendi frá sér snemma í morgun.
@callum90ish I love the creative ways you guys try to squeeze me 🙂
How about a puzzle? This is a REAL answer if you can solve it: 1316
— Gabriel Aul (@GabeAul) February 12, 2015
Ef við gefum okkur að 1316 séu fjöldi klukkutíma og að talning hafi hafist á miðnætti gamlárkvöld þá er þetta ekki flókið. Rudy Huyn sem er þekktur Windows forritari kemst einmitt að sömu niðurstöðu.
Windows 10 tech preview fyrir símtæki mun koma á Windows Update 24 Febrúar klukkan 20:00 að íslenskum tíma… þetta er allavega tilgáta 🙂