Heim Microsoft Viltu auka 100GB á OneDrive í 2 ár?

Viltu auka 100GB á OneDrive í 2 ár?

eftir Jón Ólafsson

Það er vel þekkt í tæknigeiranum að fyrirtæki sé með kynningatilboð á hinum ýmsu vörum sem þeir selja. Google býður notendum sínum t.d. uppá auka 2GB fyrir að horfa á tveggja mínúndna myndband um öryggistillingar á Goggle drive.

Bing Reward sem er umbunarkerfi á leitarvél Microsoft en þetta kerfi gefur notendum Bing leitarvélarinnar margvísleg tilboð á varning eða inneignir. Þar er nú ansi magnað tilboð sem gengur út á að notendur skrái sig í Bing Reward og fá við það 100GB geymslurými á OneDrive í 2 ár. Þetta tilboð er þó háð þeim takmörkunum að það gildir bara í Bandaríkjunum sem er leiðinlega algeng með mörg þessara tilboða en vitanlega er leið framhjá þessu sem mig langar að deila með ykkur.

 

Þessa leið er líka hægt að nota til að fara framhjá heimskulegu lögbanni sem sett var á símafyrirtækin v/Torrent en það er önnur saga

 

Smá kaldhæðni í því en til þess að virkja tilboðið hér á Íslandi þá þarftu að nota Chrome vafran frá Google til að klára þessi skref hér að néðan.

  1. Opnaðu Chrome og smelltu á þennan tengill þar.
    Eða opna Chrome Web Store og finna þar: Hola Better Internet
  2. Þá opnast valmöguleiki til að setja viðbótina inn sem þú gerir.  (smella á free og síðan add)
  3. Síðan er 1) smellt á Hole táknið og 2) United States valið sem landhola
    Þetta hér að ofan er nóg til að opna t.d. PirateBay 
  4. Síðan opnaði ég www.bing.com og skráði mig inn með Microsoft notendanum mínum
  5. Síðan smellti ég á þennan tengill sem ætti að leiða þig á Bing Reward en þar néðarlega er tengill sem stendur á Join Now
  6. Þá smellir þú á Try it now, FREE!! takkann.
  7. Þegar þú ert kominn í Bing Reward stjórnborðið þá smellir þú á Free Storage.
  8. Síðan er smellt á Get My Storage en þannig færðu ókeypis 100GB sem gildir í 2 ár.

 

bingDrive

 

Það tók nokkra klukkutíma fyrir þetta að skila sér í auknu geymsluplássi en núna 12 tímum seinna þá sé ég að plássið mitt á OneDrive hefur aukist úr 60GB í 160Gb sem er vel.

Þar sem ég treysti auglýsingarisanum Google ekkert alltof vel þá skráði ég mig vitanlega útúr Bing ásamt því að ég slekk á Hole viðbótinni þegar ég er ekki að nota hana.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira