Góðkunningi Lappari.com bað okkur um að finna öflugri borðtölvu nýtt heimili en þetta er góð vél sem einfalt er að uppfæra í ágætis leikjatölvu með því að setja auka skjákort í hana.
Það sem þú þarft að gera er:
- Vera vinur Lappari.com á Facebook
- Segðu okkur í athugasemd við þessa færslu hér að néðan (eða á Facebook) hver ætti að fá tölvuna.
Við erum helst að leita eftir einhverjum sem sárlega vantar tölvu en vinningshafinn verður tilkynntur þann 15. janúar 2015.
Vélbúnaður
- Móðurborð: Gigabyte GA-A55M-S2HP
- Skjákort: AMD Radeon HD 6530D (innbyggt)
- Vinnsluminni: 8GB DDR3 (2x4GB) // PC3-10700
- Örgjörvi: AMD A6-3650 // fjórkjarna og keyrir á 2.6 GHz
- Harðdiskur: 1TB Seagate (ST31005 24AS)
Vélin er um 2 ára gömul og er þetta er bara tölvan sjálf – ekki lyklaborð, mús eða skjár.
Hugbúnaður
- Windows 7 Home (x64)
- Microsoft Office Home and Student 2007
- Vírusvörn og þetta helsta.
Þó að það væri sannarlega skemmtilegra að gefa ykkur nýja vél þá er nýbúið er að hreinsa þessa vél að utan sem innan, bæta við vinnsluminni og því nóg eftir í henni.
Lappari.com veitir vitanlega ekki ábyrgð á vélina en mun verða nýjum eiganda innan handar ef eitthvað kemur uppá.