Lappari.com hefur verið með Microsoft Band snjallúrið í prófunum síðan í fyrra og því kominn tími á að setja eitthvað á blað um það, sér í lagi þar sem Microsoft Band 2 er væntanlegt á næstu vikum. Það er kannski ekki næginlega lýsandi að kalla Band snjallúr og setja það þannig í flokk með öðrum snjallúrum, þetta er fyrst og fremst heilsuúr með snjallúra virkni.
Það kom flestum á óvart þegar Microsoft kynnti Band á síðasta ári en þeir náðu að halda þróun þess nokkuð leyndu. Microsoft hafa í fjölmörg ár hannað og þróað vélbúnað af ýmsum toga en Band er fyrsta úrið sem Microsoft framleiðir og selur. Það kom líka mörgum á óvart að Microsoft Band styður Windows, Android og Apple símtæki en það er nokkuð einstakt meðal annara snjallúra. Almennt geta notendur bara valið sér snjallúr háð því hvaða símtæki þeir nota, eina undantekningin er Pebble sem styður Apple og Android og hefur einhverja grunnvirkni tengt við Windows símtæki.
Við vorum mjög spennt fyrir Microsoft Band þegar það var kynnt og vorum svo heppnir að vera með aðila í US sem stóð í röð fyrir okkur og tryggði okkur eitt af fyrstu úrunum sem komu á markað. Núna höfum við verið að nota úrið í rétt um ár og því löngu kominn tími til að setja eitthvað á blað um það enda var fyrst útbúið draft af þessari umfjöllun í desember 2014.
Hvað er í kassanum?
- Microsoft Band
- Hleðslukapall
- Leiðbeiningar
Hér má sjá afpökkunarmyndbandið
Hönnun
Microsoft leituðu í einfaldleikann þegar þeir hönnuðu Band snjallúrið. Tækið er eins og einfalt band, eins og nafnið gefur til kynna, með 1.4″ TFT skjá, í þykkara lagi og er í raun aðeins sveigjanlegt á fjórum hálfgerðum beygjum. Þessi hönnun er örlítið klunnaleg að því leyti að betra er að vera með skjáinn undir úlnlið til að geta lesið almennilega á hann, sem er ekki við allra hæfi. Þess má líka geta að hönnun gerir það að verkum að bandið hentar ekki öllum gerðum úlnliða en það eru hinir ýmsu nemar sem úrið nýtir sem ná allan hringin.
Skjárinn er, sem áður segir, 1.4″ TFT og er með 320 x 106 px upplausn. Skjárinn er því ca. 230 ppi (pixel per inch), einstaklega skýr, góður og vottar ekki fyrir að sjá einn einasta pixel. Fyrir neðan framhlið skjásins eru svo tveir takkar, annar til að kveikja og slökkva á skjánum en hinn er til að virkja hinar ýmsu aðgerðir úrsins (e. action button), t.d. byrja fylgjast með svefni eða til að hefja æfingu.
Beint á móti skjánum er svo hjartsláttarneminn og spennan til að festa bandið. Á hliðum úrsins er svo smá þykkildi í viðbót sem hýsir annan vélbúnað úrsins, batterý og aðra nema.
Það verður líklega seint sagt að þessi fyrsta útgáfa af Bandinu sé eitthvað sérstaklega smart en það er ágæt að vera með það á hendinni og venst það vel.
Uppsetning og samvirkni
Uppsetning á úrinu var frekar auðveld. Ég setti upp Microsoft Health á Lumia 1520 símann minn og fylgdi leiðbeiningum sem komu á skjáinn á úrinu. Allt í allt tók uppsetning tæpar 10 mínútur með uppsetningu á appinu. Eftir það var þetta svona ca. 1-2 mínútur að rúlla í gegnum stillingar, setja inn hæð og þyngd svo að úrið reikni fjarlægðina rétt miðað við skrefafjölda og brenndar kaloríur.
Samvirkni milli úrsins og bandsins er nokkuð gott. Það þarf ekki að vera virkja syncið eitthvað reglulega og ætti að sleppa alveg nema þú viljir fá glænýtt info inn strax. Microsoft talar líka um að hægt sé að nota síma og bandið í sameiningu þannig að þegar þú ert ekki með bandið á þér en ert með símann þá fyllir síminn inn í með þeim upplýsingum sem hann getur, t.d. skrefa fjölda og kaloríubruna en þetta er gert með motion sensor sem er í mörgun týpum nýlegra snjallsíma.
Ólíkt mörgum öðrum snjallúrum þá er hægt að nota Band án síma þar sem það eru innbyggðir GPS nemar í úrinu, líkt og vinsælt er í heilsuúrum.
Hugbúnaður
Microsoft Health hugbúnaðurinn sem er notaður með bandinu virkar á Android, iOS og Windows Phone. Health er glæsilegur og vel heppnaður hugbúnaður sem gerir notendur kleift að fylgjast með daglegri hreifingu, svefni og öðru sem nemarir í úrinu fylgjast með.
Hugbúnaðurinn er einnig notaður til að stilla bandið eins og að gera virk þau öpp sem maður vill nota, en það eru 17 öpp sem hægt er að velja en aðeins hægt að birta 12 þeirra á úrinu í einu. Þar er hægt að stilla tilkynningar frá t.d. tölvupósti, símtölum, Twitter, Facebook o.s.frv. eða bara breyta bakgrunni, bakrunnsmynd eða litaþema.
Microsoft hafa gefið það út að þó svo að Band 2 sé að koma á markað þá muni hugbúnaður í Band 1 áfram fá uppfærslur og nýja kosti þegar þeir koma í Band 2
Dagleg notkun og rafhlöðuending
Þrátt fyrir að vera örlítið klunnalegt og bera þess viss merki að vera útgáfa 1.0 þá venst Bandið ágætlega á hendi. Yfirleitt fann ég ekkert fyrir því að vera með það en það er samt ekki algilt. Þegar sest var við tölvu þá truflaði mig að vera með skjáinn niður og því snéri ég því við og einnig er ég var í jakka sem var með þröngur yfir úlnlið en þá truflaði þykktin aðeins.
Rafhlöðuending minnkar dálítið hressilega þegar verið er að nota GPS tracking en það var notað við hreyfingu þar sem síminn var skilinn eftir heima. Kosturinn við GPS tracking er þó að úrið virkar mjög vel án snjallsíma þar sem hægt er að tracka hreyfinguna að fullu (með korti og göngu/hlaupaleiðum) sem síðan er samstillt við símtækið þegar heim er komið og þar er meira segja hægt að deila því á Facebook fyrir þá sem vilja pirra vini sína.
Með almennri notkun, notifications, skrefteljara og svefn tracking er ending í kringum 2 sólarhringa sem verður að teljast mjög gott miðað við margt annað. Samkvæmt Microsoft tekur um 1.5 klst að full hlaða Band frá 0%, sem stóðst nokkurn veginn. Hleðsla er einföld og þægileg en það er hlaðið með usb hleðslusnúru sem er með segultengi sem tengist við úrið.
Við notuðum úrið allan sólarhringinn, á daginn fyrir skefateljara, klukku og sem úr og svo síðan á nóttinni til að mæla og fylgjast með svefninum. Það var yfirleitt nóg að hlaða úrið meðan morgunsturtan og raksturinn var tekinn en þessar 15-20 mín sem það tekur er nóg til að viðhalda hleðslunni þannig að hægt sé að nota úrið áfram.
Hjartsláttarnemi var ekki alltaf spot on í prófunum okkar og tekur dálítinn tíma fyrir hann til að læsa sig á púlsinn sem veldur því þá líka að kaloríu brennsla sé ekki alveg rétt. Þrátt fyrir að ekki í neinu rosalegu formi þá held ég að 1klst og 40 mín bumbu körfubolti hafi leitt til 1.700 kaloríu bruna sessioni.
Niðurstaða
Með því að kalla Microsoft Band snjallúr þá er líklega verið að teygja hugtakið örlítið. Microsoft Band er eins og fyrr segir meira fitness úr sem er með snjall möguleikum á borð til tillkynningar úr síma. Með það að leiðarljósi má segja að tækið höfði meira til þeirra sem eru að leita sér að fitness viðbót með snjall möguleikum.
Sem fyrsta tilraun við gerð snjallúra má samt segja að Microsoft hafi tekist mjög vel upp því Bandið er sterkbyggt, fullt af skynjurum og með ágætis rafhlöðuendingu. Þeir þurfa hinsvegar að skoða dálítið hönnunina sjálfa og hvernig það passar sem flestum, ásamt því að fínpússa suma skynjara.
Það verður sannarlega áhugavert að prófa Microsoft Band 2 enda virðast þeir hafa lagað flest allt sem við kvörtum yfir hér.
Það eru þrír megin kostir Microsoft Band sem okkur finnst nauðsynlegt að taka fram. Fyrst ber að nefna verðið en Microsoft kostaði í upphafi $199 sem er mun lægra verð en á öðrum snjall-/heilsuúrum á markaðnum í dag. Næst ber að nefna alla nemana sem í úrinu eru en þeir gera það að verkum að upplýsingar sem heilsuforrit fá frá úrinu eru mjög ítarlegar og nokkuð nákvæmar í okkar prófunum. Síðasta en ekki síst þá ber að nefna samvirkni með Windows, Android og Apple símtækjum. Notandi getur þannig keypt sér Microsoft Band án þess að þurfa hugsa um hvaða símtæki hann notar í dag eða mun nota í náinni framtíð.
Microsoft heldur þessum stuðningi áfram í Band 2 sem styður áfram öll helstu farsímastýrikerfi. Microsoft hefur opnað aðgengi að Bandinu og geta nú fleiri gert öpp sem tengjast úrinu sem gæti verulega styrkt stöðu þeirra ef þeir betrumbæta úrið sjálft.