Heim MicrosoftWindows 8 Jólasveinaappið fyrir Windows

Jólasveinaappið fyrir Windows

eftir Jón Ólafsson

Við sögðum ykkur fyrst frá því hér á Lappari.com í fyrra að það væri komið jólasveinaforrit fyrir Windows Phone og því er við hæfi að við segjum fyrstir frá því að þetta forrit er nú komið út í tölvuútgáfu og virkar það í öllum Windows 8.1 tölvum.

Þetta forrit er frábært fyrir foreldra sem aðra, bara alla sem eru ekki með það alveg á hreinu hver þeirra bræðra sé næstur til byggða því núna er hægt að fylgjast með ferðum þeirra í nýju jólasveinaforriti fyrir Windows 8.1. Appið virkar á allar fartölvur, borðtölvur og spjaldtölvur með Windows 8.1 ásamt því að símaútgáfan virkar fyrir alla Windows síma.

Stekkjarstaur, Stúfur og allir hinir bræðurnir birtast í lifandi flísum (live tile) og því er nóg að líta á skjáinn til að sjá hver þeirra sé næstur. Sendar eru út skjátilkynningar þegar sést til jólasveins sem er kominn á stjá. Einnig er hægt að nálgast lýsingar á hverjum og einum ásamt jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Forritið byggir eins og fyrr segir á sambærilegu forriti fyrir Windows Phone símtæki en það hlaut mjög góðar viðtökur, það forrit var uppfært nýlega og mæli ég heilshugar með því.

 

Við hér á Lappari.com gleðjumst við að sjá svona glæsilega forritagerð fyrir Windows Phone og Windows því að okkar mati standa íslensk fyrirtæki sig almennt illa þegar kemur að forritagerð fyrir þessi tæki. Oft heyrum við að þetta sé svo erfitt og dýrt en með því að gera universal app eins og Spektra gerir með þessu appi, þá er hægt að samnýta kóða síma- og tölvuútgáfunnar mjög mikið. Samkvæmt höfundi þá er þessi samnýting yfir 95% í þessu smáforriti og bendir höfundur einnig á að tíminn sem tók að þróa Windows tölvu útgáfuna hafi verið mjög stuttur vegna þessa.

 

Sæktu Jólasveinaforritið

Útgáfa fyrir Windows tölvur

Útgáfa fyrir Windows síma

Myndir eru fengnar úr bókunum 13 þrautir jólasveinanna sem Óðinsauga gefur út.

 

Framleiðandi er Spektra

spektra

 

 

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira