Microsoft er að kynna nýjung fyrir þá sem eru með Office 365 for business áskrift en þetta er fídus sem heitir Clutter. Skemmtileg tilviljun að þetta er kynnt svo stuttu eftir að Google kynntu Inbox en það er önnur saga.
Clutter er lausn sem byggir á Office Graph sem er lausn sem lærir á notendum byggt á notkun þeirra (machine learning). Það verður áhugavert að skoða þetta því þetta hljómar betur (í mínum huga) en Google Inbox sem flokkar allt eftir sínu höfði og notendur þurfa að aðlaga sig að því meðan Clutter gerir ekkert, fylgist með hvað þú gerir við ákveðina tegund af pósti og fer síðan að gera þetta fyrir þig.
Microsoft er að rúlla þessu út þessa dagana ef þeir sem eru með allt stillt á English US ættu að fá þetta fyrst en aðrir hægt og sígandi en það er slökkt á þessu nema að notandi kveiki á því sjálfur. Það er gert með því að opna póstforritið (Web App), fara í stillingar og þaðan í Options og undir Mail sérðu Clutter þegar það er orðið virkt hjá þér.
Staðfest fyrir Office 365 for business og verður áhugavert að sjá hvort hægt sé að fá þetta sem viðbót á Exchange eða mögulega kemur þetta í Outlook.com en það er svo sem ekki líklegt.