Heim ÝmislegtApple Hvað segir Twitter um Apple kynninguna

Hvað segir Twitter um Apple kynninguna

eftir Jón Ólafsson

Þar sem okkur þykir gott að vita hvað er væntanlegt frá stóru framleiðendunum á markaðnum þá reynum við alltaf að horfa á útsendingar af kynningum fyrirtækja eins og Apple, Microsoft, Samsung og Lenovo. Í gær var glæsileg kynning hjá Apple þar sem meðal annars voru kynntar nýjar iPad spjaldtölvur og Mac vinnustöðvar.

Það eru flestir sammála um að þetta hafi ekki verið kynning stórfrétta eða nýjunga að þessu sinni, eðlilegar uppfærslur á eldri línum voru allsráðandi eins og gengur og gerist.  Hér má lesa umfjöllun TheVerge þar sem þeir draga sama átta helstu atriði kynningarinnar.

Þegar svona kynningar eru þá er stórskemmtilegt að fylgjast vel með á Twitter en á Microsoft kynningum þá eru Apple notendur með stanslaus skot og öfugt þegar Apple eru með kynningar.

 

Fyrir utan glæsilega kynningu hjá Apple þá eru hér eru nokkur atriði sem gerðust á Twitter í gær

 

 

Microsoft kom með nýja auglýsingu sem birtist á Twitter strax eftir að Apple kynnt nýja iPad´inn

 

 

Tom Warren hjá TheVerge gagnrýnir útreikninga hjá Apple og er það eðlilegt. Glæran sem Apple sýndi er röng, þar sem þeir láta líta út sem þeir selji meira af iPad en selt er af PC tölvum sem er fjarri lagi. iPad selst í “aðeins” 70 milljónum eintaka meðan þessir fjórir PC framleiðendur selja 175 milljónir PC tölva en þetta eru bara fjórir stærstu PC framleiðendurni af gífurlegum fjölda.

 

 

Paul Thurrot var í stuði þegar kynningin fór fram en virðist vera í vonbrigðum með það sem kynnt var.

 

 

Nokkrir framleiðendur skutu föstum skotum á Apple, sem dæmi má nefna Lenovo en þetta tíst þeirra fékk mikla athygli.

 

 

Það voru margir sem tístuðu beint af Apple viðburðinum en enginn stóð sig jafn illa og hin rómaða Dr. Ruth. Mig langar að ítreka að ég fylgi henni ekki á Twitter, ramblaði bara á þessa vitleysu sem ég verð að deila þessu með ykkur.

 

 

Tvær íslenskar síður stóðu sig áberandi vel á meðan kynningunni stóð en það eru Simon.is og Einstein.is en þessar síður hafa yfirleitt fjallað vel um Apple kynningar og var gærdagurinn engin undantekning þar á. Þeir hafa reynt að fá notendur til þess að taka þátt í umræðunni undir merkinu #AppleIS en það hefur ekki verið mikil þáttaka sem er miður.

Hér eru nokkur íslensk tíst sem merkt voru #AppleIS

 

 

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira