Heim ÝmislegtFréttir Youtube stjarna Lenovo á Nýherja ráðstefnu

Youtube stjarna Lenovo á Nýherja ráðstefnu

eftir Jón Ólafsson

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo tölvufyrirtækisins verður gestur á ráðstefnu Nýherja sem haldin verður á Kex næsta föstudag. Hann Kevin Beck, sem er Lenovo sendiherra, sérfræðingur í PC markaðinum og bloggari um nýjustu strauma í tölvutækni, mun fjalla um hvaða aðferðum Lenovo hefur beitt til þess að verða stærsti PC framleiðandi í heimi. Hann mun einnig fjalla um hver þróunin verður á PC og spjaldtölvumarkaðnum.

Kevin hefur mikla reynslu úr tölvuheiminum, en hann starfaði áður hjá IBM áður en hann gekk til liðs við Lenovo. Hann er ein helsta stjarna Lenovo í Youtube myndböndum á nýjustu lausnum fyrirtækisins, en Lenovo leggur mikla áherslu á markaðsetningu á stafrænum miðlum og samfélagsmiðlum.

 

Myndband með Kevin Beck:

 

Þá mun David McQuarrie, framkvæmdastjóri Lenovo í Norður-Evrópu, fjalla um lykilinn á bak við árangur Lenovo í sölu á PC tölvum og vöxt og árangur í sölu á spjaldtölvum og farsímum, en Lenovo er stærsti söluaðili farsíma á meginlandi Kína og sá fjórði stærsti í heiminum. Fyrr á þessu ári tilkynnti Lenovo um fyrirhuguð kaup á IBM x86 netþjónum, sem hluta af auknum áherslum fyrirtækisins í sölu á miðlægum búnaði til fyrirtækja. Á ráðstefnunni mun David fjalla um hugmyndafræðina á bak við fyrirhuguð kaup og áherslur Lenovo næstu 12 mánaða.

Einnig mun Lee Highsmith, frá Lenovo, fjalla um enn hraðari og sprækari vélar sem Lenovo hefur í handraðanum.

Nánar um ráðstefnuna á vef Nýherja

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira