Heim MicrosoftWindows 9 Windows 9 er á leiðinni

Windows 9 er á leiðinni

eftir Gestapenni

Sögusagnir um að Windows 9 betur þekkt undir dulnefninu „Threshold“ eru farnar að líta dagsins ljós, því sagt er að Microsoft muni halda kynningu í tengslum við það þann 30 September næstkomandi. Microsoft munu gefa út svokallað „preview eintak“ eða sýnishornseintak af Windows 9 fljótlega eftir kynninguna.

Að margra mati hefur Windows 8/8.1 ekki slegið í gegn hjá PC notendum og var sem dæmi fyrst í ágúst að taka fram úr Windows XP sem Microsoft hætti að styðja í apríl.

 

Þó nokkrir hlutir hafa lekið á netið sem gefa til kynna hvað Window 9 mun innihalda en þar á meðal munu þeir endurvekja Start Menu flipan. Það er samt ljóst í meðfylgjast myndbandi að hann verður þó í endurbættri útgáfu.

 

 

Cortana mun verða partur af Windows 9 en Cortana er persónulegur stafrænn þjónn sem kynntur var til sögunar í apríl seinastliðinn. Cortana var kynnt þegar Microsoft kynntu Windows Phone 8.1 uppfærsluna sem flestir íslenskir Windows Phone notendur ættu að vera búnir að fá í Lumia símana sína (ATH Cortana er eins og er ekki aðgengilegt á Íslensku).

Sagan á götunni er að Windows 9 verði ókeypis fyrir Windows 7, 8, 8.1 notendur sem er góð þróun ef satt er.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira