Heim Microsoft Miracast HDMI-Pungur fyrir Windows á leiðinni

Miracast HDMI-Pungur fyrir Windows á leiðinni

eftir Jón Ólafsson

Það þekkja margir ChromeCast HDMI-punginn sem hægt er að tengja beint í HDMI tengi sjónvarpssins og síðan er hægt að senda flipa í Chrome vafranum beint í sjónvarpið til að horfa á.

Ég á ChromeCast kubb og hef notað lítillega en verð samt að segja að ChromeCast er með gríðarlega takmarkaðar notagildi, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Ég setti þetta upp og eftir 4-5 daga fór þetta ofaní skúffu og hefur verið þar æ síðan.

Ég rakst á athygliverða grein á Windowsphonedaily þar sem sagt er frá því að Microsoft er að undirbúa og prófa Miracast HDMI-pung sem hljómar mun meira spennandi að mínu mati.

microsoft-mobile-miracast-dongle-hd-10-wifi

Skjáskot af vef FCC

 

ChromeCast fyrir Google og AirPlay Apple gera sambærilegt en eru lokaðir staðlar meðan Miracast er opinn og viðurkenndur staðall og því einfalt að reikna með því að þetta verði “normið” í framtíðinni.  Windows Phone er með stuðning við Miracast ásamt því að Android 4.2.2 (og nýrri) styðja staðalinn og hann er innbyggður í Windows 8.1.

 

Eins og sýnt er í þessu kynningarmyndbandi þá má sjá að notandi getur varpað hvaða efni sem er af tölvunni eða símanum beint á hvaða tæki sem er í Full HD gæðum.

 

 

Í dag þarf móttökutækið að styðja Miracast, hvort sem það er skjár, sjónvarp eða myndvarpi en með þessum HDMI-pung má gera hvaða tæki sem hefur HDMI tengi að Miracast móttökutæki. Ég veit ekki með ykkur en ég get séð fyrir mér að fyrirtæki eigi eftir að kaupa þetta í bílförmum í stað þess að vera með kapla og brasa við að tengja stóra skjárinn eða myndvarpann í fundarherberginu.

Ég einnig fyrir mér  mikið notagildi fyrir heimili líka þar sem hægt er að varpa hljóð og mynd í hvaða HDMI tæki sem er og þannig auka notagildi tækisins til muna án þess að hafa sérstaka tölvu (MediaCenter) við sjónvarpið.  Panta fá einn svona í sjónvarpið inni í svefnherbergi…..

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira