Nokia Lumia 930

eftir Jón Ólafsson

Nýlega kom í sölu Nokia Lumia 930 sem er uppfærsla á Lumia 920 og síðan Lumia 925 sem Lappari.com fjallaði um á síðasta ári. Lumia 920 var fyrir margar sakir mjög skemmtilegur sími en var of þungur og klunnalegur að okkar mati meðan við vorum mjög hrifnir af Lumia 925.

Fljótt á litið þá er Lumia 930 að keyra á sambærilegum vélbúnaði (fyrir utan rafhlöðu) og Lumia 1520 sem er ekkert slor. Nokia Lumia 930 hefur fengið frábærar móttökur hjá tæknibloggurum víðsvegar um heim og verður því gaman að prófa tækið og sjá hvernig þessi frábæri vélbúnaður virkar á símtæki sem er í “eðlilegri stærð”.

 

Hér má sjá afpökkunarmyndbandið okkar.

 

 

 

Hönnun og vélbúnaður

Lumia 930 fallegt símtæki og mögulega eitt fallegast Windows Phone tækið á markaðnum í dag þó ég hafi viljað hafa tækið þynnra og nettara. Síminn er massífur og virkar sterklegur í hendi en álið sem umleikur hliðar símanns gera mikið fyrir hann. Útlitið hefur breyst mikið frá Lumia 920 en fyrir utan Lumia 925 þá er ég nokkuð viss um að Lumia 930 sé er fyrsti síminn í Lumia línunni sem er ekki allur úr Polycarbonate.

Framhliðin er þakin af gullfallegum 5″ skjá sem rúnast lítillega út til hliða og fellur hann síðan að hliðunum sem eru úr áli. Allur frágangur er mjög vandaður og samskeyti milli mismunandi hluta er vel útfærður og vandaður.

 

Lumia930_6

 

Bakhlið úr Polycarbonate sem hægt er að fá í svörtu, hvítu, grænu og orange ef bakhlið er svört þá er álið í hliðum einnig svart. Á bakhlið er myndavélin, flash og hátalari ásamt látlausu Nokia logo.

 

Helstu stærðir (mm)

  • Hæð: 137
  • Breydd: 71
  • Þykkt: 9.8
  • Þyngd 167 gr

 

Á framhlið eru þrír snertitakkar eins á öllum Windows Phone símum, bakka, heim og leit. Þar fyrir utan eru þrír hefðbundnir takkar og eru þeir allir á hægri hlið símanns. Það er sértakki fyrir myndavél, powertakki ásamt hækka/lækkatakka. Staðsetning á þessum tökkum er mjög góð og næst með léttu móti í alla takka með annari hendi. Takkarnir eru frekar stífir og virðast vera mjög sterklegir.

 

Stutt myndband frá Nokia.

https://www.youtube.com/watch?v=2_5VDvJb1Ik

 

Lumia 930 er með fjórkjarna Snapdragon 800 örgjörva frá Qualcomm sem keyrir á 2.2 GHz (Adreno 330 GPU) og með 2GB í vinnsluminni. Þessi öflugi örgjörvi skilar sýnu í viðbragðsgóðu viðmóti og hef ég aldrei orðið var við hökt í símann, hvort sem er í stýrikerfinu sjálfu, forritum eða í leikjum. Þessi vél búnaður er í raun sá sami og Nokia notar í Lumia 1520 símspjaldið sitt.

Nokia Lumia 930 með 32GB geymslurými sem nýtist undir stýrikerfi, ljósmyndir og annað margmiðlunarefni. Það má líklega ekki minna vera þar sem það er ekki auka rauf fyrir minniskort en engu að síður þá á þetta að vera yfirdrifið nóg fyrir flesta. Þegar ég var búinn að setja upp helstu forrit, tölvupóst, leiki, og taka slatta af ljósmyndum þá var ég með um 23GB laust. Þar sem ég tengi símana mína reglulega við tölvu til að tæma af þeim þá hef ég aldrei lent í plássleysi á þessum né öðrum símum sem er með meira en 8GB.

 

Lumia930_1

 

 

Þar sem Windows Phone er beintengt við OneDrive þá bætist við ókeypis 15GB í skýinu sem nýtist til að taka afrit af símanum sjálfum eða af ljósmyndum og myndböndum.

Einfallt er að kaupa sér meira Onedrive geymslupláss (verð 10.08.2014)

  • auka 100GB kosta um 290 krónur á mánuði

Mér finnst vanta rauf fyrir Micro-SD minniskort á Lumia 930 eins og er t.d. Lumia 1520 símanum sem ég nota mest. Þar reyndar er ég með mikið af myndum og margmiðlunarefni á stóru korti til að nota 6“ skjáinn vel. Kannski er 32GB nóg fyrir langflesta en ég mundi samt vilja hafa rauf fyrir minniskortið.

 

 

Tengimöguleikar

Lumia 930 er með Micro USB tengi (USB 2.0) neðst á símtæki þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja á hann efni. Efst á síma er 3.5 mm heyrartólstengi og sleði fyrir SIM kort. Lumia 930 er vitanlega með Bluetooth 4.0, NFC ásamt flest öllu sem þú átt von á í nýju flagskipi.

Lumia 930 er með þráðlausu neti eins og við er að búast sem styður 802.11 a/b/g/n/ac og allar helstu dulkóðanir. Eins og fyrr segir þá er Nokia Lumia 930 með NFC sem býður meðal annars uppá borganir, samnýtingu gagna, og notkun NFC merkja. (Ég hef notað NFC merki til að starta upp airplane mode en þar sem ég með einu handtaki slökkt á símtölum, sms eða 4G. Líka er hægt að forrita merkið með heimilisfangi sem ræsir síðan upp Here Navigation, eða með símanúmeri til að hringja í. Eftir því sem ég best veit þá er enginn að selja NFC merki hér á Íslandi en ég náði að væla merki hjá Símanum í prófanir.

Nokia Lumia 930 styður 4G að fullu eins og flestir Nokia Lumia símar gera. Mér fannst einmitt Lumia 930 vera fljótari að hlaða vefsíðum yfir 4G en Lumia 1520 er en það er meira tilfinning frekar en vísindalegar kannanir sem liggja á bakvið það.

 

Rafhlaða og lyklaborð

Ég er orðinn mjög spilltur af einstakri rafhlöðuendingu í Lumia 1520 en Lumia 930 kom mér engu að síður mjög á óvart. Lumia 930 er með innbyggða 2420mAh Li-Ion rafhlöðu sem er gefinn upp fyrir.

  • Tal yfir 2G: 22 tíma
  • Tal yfir 3G: 18 tíma
  • Biðtími: 18 dagar
  • Tónlistarafspilun: 75 tíma

Þetta er töluverð uppfærsla frá Lumia 920 en ég hef yfirleitt klárað daginn með glans á einni hleðslu þessa daga sem ég hef verið að prófa tækið. Ég er samt ávallt tengdur við WiFi eða 4G og að samstilla 3 EAS tölvupóstreikninga ásamt því að taka mikið af myndum og les ég töluvert af bæði heimasíðum og nota Twitter og Facebook slatta yfir daginn.

Hér má sjá nokkur ráð sem hjálpa þér að lengja rafhlöðuendinguna.

 

Lumia 930 er með innbyggðri þráðlausri hleðslu eins og Lumia 920 er en Nokia hefur samt náð að gera símtækið mun léttara og nettara en Lumia 920 er. Góða við þessa hleðslutækni er að þráðlausa hleðslan í Nokia símum byggir á staðlaðri tækni svo hægt verður að hlaða símann á fleiri stöðum þegar tæknin verður útbreiddari en sjá má fyrir sér að innan fárra ára verði stofuborðið orðið hleðslustöð fyrir fjarstýringar og snjallsíma.

Hér má sjá myndband þar sem maður kaupir þráðlausa hleðslu og kemur henni fyrir í náttborðinu sínu. Þessi lausn virkar vitanlega fyrir öll tæki sem byggja á þessari tækni.

 

 

Lumia 930 er eins og aðrir Windows Phone 8 símar með fullt Qwerty lyklaborð. Lyklaborðið er nú loksin með íslensku útliti en með Windows Phone 8.1 uppfærslunni þá verður þetta möguleiki á öllum Windows Phone símtækjum. Það má minna á að allir Windows Phone símar sem eru með WP8 fá ókeypis uppfærslu í WP8.1.

 

 

Hljóð og mynd

Skjárinn á Lumia 930 er einn sá besti sem ég hef séð í snjallsíma, þetta er gullfallegur Amoled capacitive skjár. ClearBlack tæknin gefur auka dýpt í svarta litinn ásamt því að allir litir verða líflegir og skarpir.
Skjárinn er eins og fyrr segir 5″ stór með Corning Gorilla Glass 3 sem styður upplausnin uppá 1920×1080 punkta (Full HD). Skjárinn er því um 441 ppi (Pixel per inch) sem er með því betra á markaðnum í dag. Til samanburðar má nefna að skjárinn í iPhone 5S er „aðeins“ 326 ppi en hann hefur almennt verið talinn mjög skarpur.

 

Það var helst við notkun á móti birtu eða í úti í sól sem endurvarp af skjánum truflaði mig en það á við um flesta Gorilla Glass síma.

 

Lumia930_10

 

Endurvarp birtu var töluvert en aldrei þó þannig að síminn hafi verið ónothæfur í útibirtu.

 

Lumia930_11

 

Snertivirkni á skjánum er eins og maður er farinn að venjast frá Nokia eða mjög góð. Það er hægt að nota símann með vettlingum, penna, hníf o.s.frv. get allavega sagt að það er mjög þægilegt að geta notað snertiskjá með vettlingum á veturna.
Nokia hafa þróað myndavélatækni sem þeir kalla PureView sem fyrst kom í Symbian síma sem kallast PureView 808 en sú myndavél var almennt talin vera bylting í snjallsímamyndavélum. Nokia reyndar verið leiðandi þegar kemur að myndavélum í snjallsímum síðan þeir hófa samstarf við Carl Zeiss árið 2005.

Nokia hafa náð mjög langt með myndavélar í snjalltækjum og er myndavélin í Nokia Lumia 930 engin undantekning. Þetta er sama myndavél og er í Lumia 1520 sem ég hef notað síðustu mánuði. Get sagt með nokkurri sannfæringu að þetta sé næst besta myndavélin á markaðnum enda auðvelt að færa fyrir því rök að einungis Lumia 1020 sem er með 41MP myndavél sé betri en vélin sem er á Lumia 920 og Lumia 1520.
Þó að þessi símtæki taki frábærar myndir í dagsbirtu þá á þetta sérstaklega við um aukinn myndgæði og skarpari myndir í lélegri birtu. Þetta skiptir mig eins og flesta snjallsíma notendur máli þar sem lang flestar myndir eru tækifærismyndir sem eru teknar við krefjandi aðstæður.

 

Lumia930_5

 

Myndavélin í Lumia 930 er 20MP sem tekur myndir í 4992 x 3744 pixla upplausn. Síminn er með frábærri linsu sem tryggir að áhugaljósmyndarar ættu ekki að verða sviknir af myndum sem símtækið tekur. Carl Zeiss Tessar linsan er með 1/2.5“ sensor og er “fljótandi” (Optical image stabilization eða OIS hér eftir) sem þýðir með mikilli einföldun að myndir verða mun stöðugri heldur en þekkst hefur hingað til í snjallsímum. OIS gerir Lumia 930 kleift að hafa ljósopið (f/2.4) lengur opið þegar verið er að taka myndir, sem skilar sér í mun skýrari og skarpari myndum. Þetta sést best þegar birtuskilyrði eru slæm.

Ef notandi vill nota flash þá kemur Lumia 930 með tvöföldu LED flashi sem hægt er að nota í allt að 3m fjarlægð frá myndefni. Gæðamunurinn milli Lumia 930 (eins og 1020/1520) og annara myndavélasíma við léleg skilyrði er mikill og fær myndavélin hæstu einkunn frá mér.

 

Mynd af sama forriti í Lumia 1020

Mynd af sama forriti í Lumia 1020

 

Myndavélaforritið sem fylgir með Lumia 930 er það sama og er í öðrum Lumia símum eða Camera Pro frá Nokia. Þetta er frábært forrit sem gerir notendanum kleift að stilla með einföldu móti allar helstu stillingar beint áður en mynd er tekin. Fyrir utan „venjulegar“ stillingar sem notendur geta reiknað með þá er einfalt að stilla ítarlegar handvirkt eins og White balance stillinga og velja: Cloudy, Incandescent, Fluorescent, Daylight, Automatic. Einnig er hægt að stilla ljósnæmi á sjálfvirkt eða allan skalan frá ISO 100 og alla leið uppí ISO 4000.

Eins og komið hefur fram tekur Lumia 930 góðar ljósmyndir en það er í videóupptöku sem OIS fær að njóta sín til fulls. Þar sem linsan skilar stöðugri myndum þá skilar hún af sér mjög skýrri og góðri videoupptöku. Hægt er að taka upp í 1080p upplausn (@30 rammar á sekúndu).

Venjulega þurfa notendur að einbeita sér að því að halda myndavélasímum alveg stöðugum til að ná góðum videóum en þetta þarf ekki með Lumia 930. Carl Zeiss Tessar linsan skilar bjartari video og víðu sjónarhorni sem að skilar aftur af sér skarpari myndum og myndböndum en ég hef séð áður í snjallsímum. Mikið ánægjuefni að Nokia heldur áfram á sömu braut og þeir hafa verið á.

 

Lumia930_9

 

Hljóðupptaka í Lumia 930 er sú besta sem ég hef heyrt hingað til í snjallsíma og er góð ástæða fyrir því. Nokia notar fjóra hljóðnema til að styðja við hljóðupptökur og til að bæta hefðbundin talgæði, sem skilar sér í einstökum gæðum á hljóðupptökum. Nokia notar tvo stefnuvirka hljóðnema á bakhlið og tvo á framhlið sem hugbúnaður notar til að loka út umhverfishljóð og tryggja hljómgæði úr þeirra átt sem notendi er að mynda.

Nokia kallar þessa tækni Rich Recording en hér að néðan er myndaband sem tekið var á Nokia Icon sem býr yfir sömu tækni og Nokia Lumia 930

https://www.youtube.com/watch?v=EOSzGfS6qjU

 

Símtalsgæðin eru einnig ein þau bestu sem ég hef áður heyrt úr síma en þessir fjórir auka hljóðnemar vinna saman að því að eyða vind- og umhverfishljóðum úr samtölum (Multimicrophone noise cancellation). Hátalarar í Lumia 930 skila ágætis hljómi hvort sem var við símtöl með hátalara eða við tónlistarafspilun.

Lumia 930 er einnig með 1.2MP víðlinsu myndavél á framhlið sem tekur myndir í allt að 1280×960 (f/2.4) og hentar þvi vel t.d. í Snapchat eða myndsímtöl (t.d. Skype).

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun á Lumia 930 er frábært og ræður hann við að spila “allt” það sem ég ætlaði honum. Hvort sem það var bíómynd af innra-minni, Youtube video eða aðra vefstrauma. Lumia 930 er eins og aðrir Windows Phone símar með góðum tónlistarspilara og með XBOX music (eða Spotify) áskrift þá ertu kominn með öfluga tónlistarkosti. Einfalt er einnig að bæta við tónlist eða bíómyndum beint af tölvu og ætti Lumia 930 að ráða við allt sem þú gætir vilja notað hann í.

 

Hugbúnaður og samvirkni

Nokia Lumia 930 kemur með Windows Phone 8.1 stýrikerfi sem virkar frábærlega á tækinu, valmöguleikar, flettingar og öll virkni er mjög hröð og góð. Það fylgir með góð hugbúnaðarsvíta sem gerir það að verkum að mig vantaði ekki mörg forrit til viðbótar. Sem dæmi um forrit sem fylgja ókeypis með má nefna Office Pakkinn með Word, Excel og PowerPoint, One Note, Here svítan ásamt þessu venjulega eins og tölvupóstforrit, pdf lesara, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukka o.s.frv.

Office pakkinn gerir notanda kleyft að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, OneDrive eða af símanum sjálfum. Hægt er að breyta þeim, senda með tölvupósti eða bara vista í skýið án þess að þurfa að kaupa auka hugbúnað. Áður en ég fékk mér Windows Phone 8 síma þá hafði ég aldrei kynnst svona góðri skjalavinnslu á snjallsíma áður.

 

Lumia930_7

 

Vafrinn í Windows Phone 8 er gríðarlega góður og að mínu mati einn sá besti af þeim vöfrum sem fylgja með snjallsímum í dag. Chrome fyrir Android er reyndar góður en ég á erfitt með að meta hvorn mér líkar betur við.

Ef þig vantar fleiri forrit þá býður Microsoft Store í dag upp á rúmlega 300 þúsund forrit sem er jú minna en Google og Apple bjóða uppá en ég verð samt að segja að ég hef fundið forrit fyrir allt sem ég þarf þar.

Hér er ágætislisti yfir forrit sem Íslenskir WP notendur nota og hér má lesa um Nokia Here leiðsöguforrit sem fylgja ókeypis með öllum Nokia Lumia símtækjum.

 

 

Niðurstaða

Það var kominn tími á nýtt tæki í Nokia Lumia línuna en úrvalið hefur hægt og sígandi verið að aukast og ættu allir að finna sér símtæki á verðbili sem hentar þeim.

Nokia Lumia 930 er frábær arftaki Lumia 920 og mun betra símtæki í alla staði. Ég leyfi mér að halda því fram að Nokia Lumia 930 sé besti Windows Phone síminn á markaðnum í dag. Þetta segi ég vegna þess að Nokia Lumia 1520 er í Phablet flokki og hentar því alls ekki “meðaltalinu”.

 

Lumia930_2

 

 

Windows Phone 8.1 uppfærslan frá Microsoft kemur með marga kosti og bætir við flestu sem hefur vantað í Windows Phone en þar ber helst að nefna tilkynningamiðstöð (notification center) og mun betra úrval af forritum en var bara fyrir ári síðan.

Nokia Lumia 930 er eins og Lumia 1020 og Lumia 1520 í algerum sérflokki þegar kemur að samanburði á myndavélasímum en hann tekur það sem Lumia 920/925 gerir vel og gerir það enn betur. Lumia 930 er alvöru snjallsími sem getur tekið vel nothæfar tækifærismyndir hvort sem það er dagur, kvöld eða nótt. Stýrikerfið er mjög stapílt og hraðvirkt og hef ég aldrei orðið var við neina hnökra við keyrslu á kerfinu sjálfu eða á forritum eða leikjum sem ég nota.

Ég nefndi galla við Lumia 920 vera þyngd, þykkt og vöntun á minnisrauf og á Lumia 925 var það helst lítið geymslurými og vöntun á minnirauf, má segja að Nokia hafi næstum því lagað þetta. Þyngdin á Lumia 930 er einhvernvegin passleg fyrir þessa stærð og þó svo að það sé ekki rauf fyrir minniskort þá er 32GB líklega nóg fyrir flesta.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira