Heim MicrosoftWindows Mobile WP – Forvarnir við þjófnaði símtækja

WP – Forvarnir við þjófnaði símtækja

eftir Jón Ólafsson

Microsoft er að vinna í forvörnum við þjófnaði á WIndows Phone símtækjum með væntri uppfærslu.

Fljótlega mun koma uppfærsla í WP8.x símtæki sem munu virkja þessa nýju möguleika. Í dag er hægt að virkja finna símann (Find My Phone) en eftir uppfærsluna verður hægt að nota vefsíðu hjá Microsoft til að :

  • Eyða öllum gögnum af símanum
  • Hægt að læsa símanum að öllu leiti nema að hægt verður að hringja í neyðarlínu.
  • Hægt að koma í veg fyrir að hægt sé að “strauja” og endurvirkja símann án leyfi viðkomandi MS notenda
  • Ef síminn finnst aftur er hægt að snúa þessu við. Sem sagt endurheimta eyddum gögnum og taka af allar læsingar.

 

Þeir sem eru með tölvupóstinn sinn á Exchange póstþjóni hafa reyndar getað fjareytt gögnum af símtækjum í gegnum OWA. Sem sagt straujað símann ef hann tapast en þetta er flott uppfærsla og sniðugt að hægt er að taka hana til baka ef símtækið finnst aftur.

 

Heimild:  Microsoft  /  TheVerge

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira