Heim ÝmislegtAndroid Fyrsta stefnumót: Sony Xperia Z2

Fyrsta stefnumót: Sony Xperia Z2

eftir Jón Ólafsson

Sony Xperia Z2 er komin í sölu á Íslandi og eru fyrstu kynni okkar af þessu símtæki mjög góð, hefur hann einnig fengið mikið lof hjá erlendum tæknimiðlum.  Gaman að sjá að framleiðendur hafa metnað til taka umkvartanir við eldri gerðir alvarlega og laga þær en von er á ýtarlegri umfjöllun á www.lappari.com mjög fljótlega.

Fyrstu prófanir benda til þess að hér sé á ferðinni nýtt flagskip sem ekki má líta framhjá en hann er hlaðinn nýjungum og er vélbúnaður einn sé besti sem hægt er að fá í snjallsíma í dag. Segja má að Sony hafi náð að krossa í flest alla vélbúnaðarkassa og verður áhugavert að taka hann í gegnum frekari prófanir.

Síminn skartar nýjasta Snapdragon 801 kubbasettinu og keyrir á fjórkjarna 2.3 GHz Krait 400 örgjafa (Adreno 330 GPU) og ætti því að ráða við flest allt sem notendur vilja keyra á símanum. Xperia Z2 er einnig með 3GB vinnsluminni og virkar vitanlega á 4G símkerfum símafyrirtækjana. Hann skartar öllu þessu venjulega sem notendur geta átt von á eins og þráðlausu neti sem styður 802.11 a/b/g/n/ac, DLNA, Hotspot, Bluetooth, NFC, FM útvarpi, A-GPS og svo mætti lengi telja.

Helstu stærðir (í mm)

  • Hæð: 146.8
  • Breytt: 73.3
  • þykkt: 8.2
  • Þynngd: 163 gr

 

Myndavélin í Xperia Z1 var ekkert slor en hún hefur verið endurbætt mikið í Z2 en símtækið er 20.7MP myndavél (5248×3936 pixlar) eins og áður og tekur upp myndbönd í 4K upplausn (2160p@30fps). Myndavélin er með 1/2.3″ myndflögu (sensor) með IS (Image Stabilization), HDR og Panorama svo að eitthvað sé nefnt.

Skjárinn er gullfallegur rispuvarinn 5.2″ IPS capacitive Full HD skjár sem styður 1920×1080 upplausn eða 424ppi (pixel per inch). Skjárinn er “fjölsnertiskjár” og skynjar allt að 10 fingra fjölsnertingu. Skjárinn í Xperia Z1 er það sem olli mér hvað mestum vonbrigðum og verður hann því prófaður sérstaklega.

Síminn er með stafrænni útilokun á umhverfihljóðum sem ætti að virka vel í íslenska rokinu. Hann er með IP58 vottun sem þýðir að hann er ryk- og einnig vatnsvarinn fyrir 1 metra dýpt í 30 mínúndur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira