Motorolla Moto G

eftir Jón Ólafsson

Félagar mínir hjá emobi höfðu samband og buðu mér að prófa Motorolla Moto G sem er Android sími í ódýrari kanntingum, hann er frá þeim tíma þegar Google átti Motorolla. Moto G kem á markað i kjölfar Moto X og hefur Moto G spilað stóran þátt í því að markaðshlutur Motorolla í Bandaríkjunum hefur vaxið mikið og því áhugavert að prófa hann.

Hér má sjá gríðarlega spennandi afpökkun á Moto G.

 

Ég man í fljótu bragði ekki eftir Android síma sem kostar minna en 40 þúsund og ég hef verið ánægður með. Yfirleitt hefur verið það mikið hik (lagg) í stýrikerfinu að mér hefur þótt þeir hafa verið hálf ónothæfir. Það hefur margt breyst síðan Android 4.4.x kom en nýjustu útgáfurnar af þessu stýrikerfi eru einmitt hannaðar til að verða léttkeyrðar og þannig betra á aflminni og ódýrari símtækjum.

Á blaði það er þetta einn öflugasti/besti Android síminn í þessum verðflokki og því áhugavert að sjá hvernig mér kemur til með að líka við hann. Til þess að ná að framleiða og selja svona öflugur sími á þessu verði hafa Motorolla  þurft að gera málamiðlanir og því stóra spurningin hvort þessar málamiðlanir séu ásættanlegar.

 

Hönnun og vélbúnaður

Moto G er við fyrstu sýn ekkert voðalega fallegt símtæki að sjá og minnir mig örlítið á HTC Desire, svipaðar línur og tilfinning þegar hann er handleikinn. Það er samt eitthvað sérstakt við hann sem heillar mig, ávalar og rúnaðar línur gera “eitthvað fyrir mig” en bakhliðin er samt of kúpt að mínu mati og veldur því að hann situr furðulega í hendi.

 

Motog_4

 

Ég verð að taka fram að það finnst vel að þetta er ekki flaggskip því hann er ansi “plastlegur” og ódýr að finna, sem er reyndar bara í takti við verðið sem var reynt að halda niðri og því ekkert óeðlilegt svo sem. Ágætt dæmi um hversu mikið er reynt að spara til við símann þá fylgir ekki með hleðslutæki eða heyrnartól, eina sem fylgir með er USB snúra sem er vitanlega hægt að nota til að hlaða símtækið í tölvu eða með öðru USB hleðslutæki.

Moto G er allur frekar minemalískur og því kannski örlítið leiðinlegur á sama tíma. Á framhlið eru engir takkar og mjög lítið fer fyrir grilli fyrir hlustun eða öðrum búnaði. Hliðar eru eins og allt símtækið úr plasti, þær eru kúptar og tengjast bakhlið sem er einnig frekar minimalísk. Eina sem er á bakhlið er hátali, Motorolla logo, myndavél og LED flash.

Helstu stærðir í mm
Hæð: 129.9
Breidd: 65.9
Þykkt: 11.6
Þyngd: 143 gr.

 

Það eru tveir plasttakkar á símtækinu og eru þeir báðir á hægri hlið símanns, hækka/lækkatakki ásamt powertakka sem er notaður til að opna/loka símanum. Hefðbundnir heim og bakka taka eru partur af skjánum (snertitakkar) og því enginn takki á framhlið eins og fyrr segir. Mér finnst framhlið örlítið klaufaleg og ber þar helst að nefna frekar stórt svæði fyrir neðan skjá sem nýtist ekkert.

 

Motog_8

 

Staðsetning á tökkum á Moto G eru góð og tiltölulega einfalt að nota símtækið með einni hendi en takkarnir eru plastlegir og ekki sterklegir að finna. Moto G er með 1.2GHz fjórkjarna Cortex-A7 örgjörva og með 1GB í vinnsluminni, þessi öflugi örgjörvi skilar sínu í vel viðbragðsgóðu viðmóti sem höktir (laggar) ekkert of mikið.

Það er bara hægt að fá Moto G með 8 eða 16GB geymslurými sem er í minna lagi þar sem það nýtist undir stýrikerfi, forrit, ljósmyndir og annað margmiðlunarefni. Ég prófaði 16GB útgáfuna og var aðeins rétt rúmlega 13GB laust fyrir forrit og efni frá notenda. Þegar ég var búinn að setja upp helstu forrit og samstilla tónlistarsafnið og tölvupóst við símtækið þá var ég með um 9 GB laust.

Það er ókostur að hafa ekki microSD rauf fyrir minniskort því þannig væri hægt að bæta við geymslurými fyrir tiltölulega lítinn pening. Það er reyndar hægt að nota Google Drive, OneDrive eða Dropbox til að bæta við geymsluplássi í skýunum en það kemur ekki í veg fyrir að síminn klári minnið í almennri vinnslu þegar mörg forrit eru opin.

 

 

Tengimöguleikar

Moto G er með Micro USB tengi (USB 2.0) neðst á símtækinu þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja og/eða setja á hann efni. Þetta er kostur þar sem notendur geta notað allar Micro USB snúrur sem þeir eiga fyrir, það er ekkert sérstakt tengi eða millistykki sem þarf. Þetta tengi er sameiginlegt með flestum snjallsímum – öðrum en iPhone.

Efst á síma er 3.5 mm heyrartólstengi sem og auka hljóðnemi sem gerir símanum kleift að eyða umhverfishljóðum. Síminn er með þráðlausu neti eins og við er að búast og styður það 802.11 b/g/n og allar helstu dulkóðanir sem skipta máli. Moto G er ekki með innbyggt NFC en á móti er hann með Bluetooth 4.0.

 

Motog_3

 

Moto G er ekki með 4G sem er miður enda gengur útbreiðsla á LTE kerfi símafyrirtækja hérlendis nokkuð vel en síminn virkar vitanlega mjög vel eins og við er að búast á 3G.

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Ég er nokkuð ánægður með rafhlöðuendingu á Moto G en hún dugði mér ávallt út daginn. Reyndar voru fyrstu 2 dagarnir furðulegir þar sem síminn var dauður eftir 8 tíma fyrsta dag og um 10 tíma á degi tvö. Þetta lagaðist þó þegar leið á prófanir og eins og fyrr segir þá dugði hann mér út daginn og þegar ég setti hann í hleðslu fyrir svefn þá stóð hann yfirleitt í 25-40% þó svo að ég noti símann kannski meira enn venjulegur notandi í þessum prófunum.

Moto G er með 2070 mAh Li-Ion útskiptanlegri rafhlöðu sem er gefinn upp fyrir.
Tal yfir 3G: 24 tíma
Biðtími: 13 dagar (enginn reynsla á þessu hjá mér)

Hafa má í huga að ég er ávallt tengdur við WiFi eða 3G og að samstilla 3 EAS tölvupóstreikninga ásamt því að nota símann mikið fyrir tölvupóst og Twitter ásamt því að kíkja á Facebook, Instagram og Snapchat við og við yfir daginn.

Hér má sjá nokkur ráð sem hjálpa þér að lengja rafhlöðuendinguna en þessi ráð eiga við um Android eins og aðra snjallsíma.

 

Motog_5

 

Innbyggt lyklaborð er ágætt en eftir að hafa verið með 6″ síma þá eru flest síma lyklaborð alltof lítil og leiðinleg í notkun… en þetta er meira BIN villa (Bilun í notenda) frekar en nokkuð annað. Ég var með símann á Íslensku fyrst til að fá íslenskt lyklaborð og aðrar sérstillingar en gafst upp á því þar sem Facebook leyfði mér ekki að innskrá mig og nokkur önnur forrit hegðuðu sér furðulega, það lagaðist þegar ég stillti símann á ensku samt.

 

Hljóð og mynd

Skjárinn á Moto G er 4.5″ stór og styður upplausnin uppá 1280×720 (720P) punkta og er hann því 16:9. Punktaþéttleikinn er 326ppi sem gott á flesta mælikvarða og skjárinn því eðlilega skarpur.

Almennt má segja að skjárinn sé skarpur og skilar sínu hlutverki ágætlega. Lestur texta var mjög þæginlegur ásamt því að ljós- og bíómyndir komu vel út á skjánum. Ég prófaði Moto G við mismunandi birtuskilyrði og var hann ágætlega nothæfur við flestar aðstæður en kannski helst of dimmur til að nota úti þegar sólin skein.

Myndavélarnar eru tvær, ein 5MP vél á bakhlið og önnur 1.3MP sem er ágæt í myndskilaboð og selfie´s. Síminn er ekki með OIS eða öðrum myndavéla kostum sem við erum orðnir vanir í flagskipunum. Má segja að þetta séu þokkalegustu myndavélar sem leysa sitt hlutverk ágætlega (við kjör birtuskilyrði).

 

Motog_6

 

Myndavélin á Moto G bliknar þó í samanburði við t.d. Lumia 1020, Lumia 1520, Xperia Z1 eða LG G2. Vélin tekur ágætis myndir við kjör birtuskilyrði ef símanum er haldið fullkomlega kyrrum. Margar af þeim myndum sem ég tók með símanum voru þó hreifðar og átti símtækið oft í miklum vandræðum með að finna og halda focus á viðfangsefninu.

Gæði á myndbandsupptökum er sambærileg en hægt er að taka upp í 720p upplausn (@30 rammar á sekúndu) og eru myndgæðin þokkaleg í kjör birtu (ef síminn er kyrr) og arfaslök við erfiðari skilyrði. Minni samt á að samanburður við dýrari símtæki er kannski ekki sanngjarn og verða notendur að hafa í huga að gæði myndavéla minnkar yfirleitt töluvert þegar valin eru ódýrari símtæki.

Hátalarinn sem staðsettur á bakhlið símans er nokkuð góður en varpar hljóði frá notenda. Hann skilar samt ágætis hljómi hvort sem var við símtöl með hátalara eða við tónlistarafspilun.

 

Margmiðlun og leikir

Margmiðlunarupplifun á Moto G er góð og réð hann vel við að spila “allt” það sem ég ætlaði honum enda vel búinn vélbúnaði miðað við verð. Þetta á við um bíómynd sem ég prófaði, Youtube video og aðra vefstrauma. Stundum hegðuðu embedded myndbönd sér furðulega og oft var erfitt að snúa símanum meðan myndband var spilað en almennt virkaði allt nokkuð vel og líklega ekki við símtækið að sakast í þessu.
Moto G er með ágætis tónlistarspilara sem getur spilað tónlist sem búið er að flytja af tölvu. Einfalt er einnig að bæta við tónlist eða bíómyndum beint af tölvu og ætti Moto G að ráða við flestallt sem þú gætir vilja notað hann í.

 

Hugbúnaður og samvirkni

Mér líkar vel við viðmótið á Moto G en þessi sími og viðmótið var hannað þegar Google átti Motorolla og því ansi nálægt þeirri upplifun sem notendur upplifa sem nota Android beint af spenanum (vanilla). Viðmótið er ágætlega líflegt og með því að heimsækja Google Play sem er forritamarkaður Android þá ættu notendur að vera vel settir þegar kemur að forritum fyrir tækið.
Moto G kemur með fáum auka forritum utan Google forrita sem fylgja með Android sem gerir það að verkum að mig vantaði þó nokkur forrit til viðbótar vegna vinnu. Sem dæmi þá vantaði mig Office svítu til að vinna á SharePoint eða með Word, Excel og PowerPoint skjöl og fann ég enga almennilega lausn í fljótu bragði. Forrit sem fylgja ásamt þessu venjulega er innbyggt tölvupóstforrit, reiknivél, dagbók, tengiliðir, vekjaraklukka o.s.frv.

 

Motog_7

 

Moto G kemur með tveimur vöfrum, einn venjulegur Android vafri og síðan Google Chrome sem er mjög góður og virkaði hratt að mínu mati, spilaði flest mediaefni sem prófaði ásamt því að skala vefi ágætlega á skjáinn.

Þar sem ég nota leiðsöguforrit töluvert í Nokia Lumia 1520 snjallsímanum mínum þá hlakkaði mér til að prófa það á Moto G. Í stuttu máli þá er Google Maps ágætt meðan ég var með gott 3G gagnasamband og ekki svo gott þegar það var ekki. Mér finnst ókostur að ekki sé hægt að hlaða niður kortum af landi eða borgum því það tekur töluvert gangnamagn að vera með Google Navigation opið í lengri tíma. Fyrir utan þetta þá virkar leiðsögn ágætlega hér innanlands en það er erlendis (í stórborgum) sem mér þykir ljós Google Maps skína. Leiðsögn þar er frábær en að sama skapi mjög dýr fyrir notenda með Íslenskt SIM kort eins og margir hafa rekið sig á.

 

 

Niðurstaða

Það kom mér á óvart hversu sprækur og skemmtilegur þessi sími er miðað við verð. Fyrirfram var ég búinn að dæma símtækið ónothæft byggt á fyrri reynslu með ódýr Android tæki en ég varð skemmtilega hissa þegar ég sá hversu vel hann er útbúinn vélbúnaðarlega og hversu vel hann virkaði í raun.

Vitanlega er ekki sanngjarnt að bera Moto G beint saman við mun dýrari símtæki eins og LG G2, HTC One eða Galaxy 5 sem Lappari er með í prófun núna… en við vorum samt mjög ánægðir með þennan miðað við verð.

Að mínu mati gefur síminn mér smá von um að dýrari Android tæki séu að batna og varða léttkeyrðari og betri. Moto er með ágætis myndavél en stenst ekki samanburð við myndavélar á dýrari Android símum og sérstaklega ekki myndavéla síma eins og Nokia Lumia 1020 eða Lumia 1520.

Þeir sem eru að leita sér að Android síma í ódýrari kanntinum ættu að skoða þennan alvarlega. Þetta er alls ekki fallegasti sími á markaðnum en hann er einn besti Android síminn sem þú getur fengið þér á þessu verði.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

3 athugasemdir

Jóhannes Birgir Jensson 15/05/2014 - 20:11

Nærð í OsmAnd og málið dautt varðandi Navigation, þú getur hlaðið niður korti af Íslandi til dæmis (flestum löndum heims) og það ætti að vera í svipuðum gæðum og Google Maps, sums staðar betri meira að segja.

Reply
Jón Ólafsson 16/05/2014 - 08:25

Takk fyrir ábendinguna Jóhannes.

Hvorki ég né aðrir Android menn í hópnum vissum af OsmAnd en ég mun prófa það í næstu Android umfjöllun sem birtist mjög fljótlega.

Reply
Jóhannes Birgir Jensson 20/05/2014 - 15:14

Í gær bárust þær fréttir að Telenav ætli að færa sinn kortagrunn yfir á OpenStreetMap (sem OsmAnd notar), Scout appið (bæði iOs og Android) er sérhannað fyrir Navigation. Ekki borið þessi saman sjálfur en það eru þó nokkur svona öpp sem keyra ofan á OpenStreetMap sem bjóða upp á offline möguleikann.

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira