Notkun á Google þjónustum hefur aukist mikið síðustu árin og fjölmargir nemendur hafa skipt yfir í “ókeypis” lausnir frá auglýsingarisanum. Ég þekki einnig sjálfur dæmi um skólastofnanir sem hafa mælt með eða jafnvel kvatt nemendur sína og starfsmenn til að nota Google apps/Docs.
Það er ekkert óeðlilegt við það svo sem enda geta nemaendur og starfsmenn leyst mörg einfaldari verkefni ágætlega með Google Apps en það er alltaf spurning, hvað þýðir ókeypis í raun og veru. Það vita allir að það er ekki til neitt sem heitir ókeypis, varann kostar alltaf eitthvað þó svo að oft sé kostnaðurinn falin ansi vel.
Google hefur boðið uppá lausn sem heitir Google Apps for Education (Google forrit fyrir skólastofnanir) sem hefur vaxið mikið síðustu árin en þessi lausn liggur undir harðri gagnrýni þessa dagana. Stefnir allt í alríkismálsókn á móti Google vegna þessa, meðal annars vegna þess að Google skannar tölvupóst allra notenda þjónustunar. Gmail er vitanlega partur af þessar Education svítu og Google hefur játað nú þegar að hafa skannað tölvupóst nemenda og starfsmanna skólastofnanna.
Talsmaður Google segir að fyrirtækið skanni og indexi tölvupóst notenda Google Apps for Education af mörgum ástæðum. Þetta sé gert vegna mögulegra auglýsinga en þetta gerist sjálfkrafa og er ekki hægt að slökkva á. Þetta er áhugaverð yfirlýsing þar sannast hefur að Google skannar einnig tölvupóst hjá þeim notendum sem hafa valið að fá ekki auglýsingar (opt out).
Ég held að þetta sé atriði sem skólastofnanir og nemendur ættu að íhuga vel, virðist sannast enn og aftur að það sé ekki neitt sem heitir “ókeypis” (TANSTAAFL). Ef nemendur og starfmenn þurfa að greiða fyrir notkun á þessum ókeypis lausnum með friðhelgi sínu… er verðið þá óboðlegt?
Ég velti líka fyrir mér hvernig staðan er með fyrirtækjalausnir Google, ef það er “ekki hægt að slökkva á” skönnun á tölvupóstu nemenda þá reikna ég með því að sama sé uppá teningnum hjá fyrirtækjum. Það er allavega ágætt að hafa í huga að Google fær ríflega 95% af tekjum sínum af auglýsingum. Þessar auglýsingar eru aðlagaðar að notendum meðal annars með því að skanna tölvupóst og önnur gögn notenda Google Apps að því er virðist.