Þetta er fyrsti eiginlegi gestapistillinn sem birtist á Lappari.com og fagna ég þessum áfanga mikið. Þessir pistlar birtast algerlega óritskoðaðir með þeim fyrirvara þó að við lesum þetta yfir og hætum þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif.
Ritstjórnarstefna Lappari.com tekur á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara frjálst val varðandi efni og efnistök.
——————————–
Play it safe!
Sem „fyrrum“ starfsmaður Microsoft var svo sem viðbúið að ég myndi eftir að ég hætti þar leggjast í tækniflótta og leyfa mér að „prófa“ allar fínu græjurnar frá Apple, Google, Sony o.s.frv. Og viti menn, það gerði ég svosem. Hér koma nokkrar hugleiðingar um hvað mér finnst, og þá aðallega um „snjallsímakerfi“.
Apple (iPhone)
Það er auðvelt að sjá af hverju af hverju iPhone & iOS er svona vinsælt og af hverju fólk er svona svakalega ginkeypt fyrir þessu. Það sem að virkar, það virkar og virkar fumlaust. Allt virðist vera tengt og hlekkjað saman og einhvern veginn virðist allt bara „virka“. Svo lengi sem að þú ert ekki að fara út fyrir þann ramma sem að Apple er búinn að stilla upp! Það eru ennþá augljósar takmarkanir og annmarkar (svo sem hvaða öpp geta deilt hverju) og það er bæði kostur og galli. Kosturinn er að þetta er lokað vistkerfi þar sem að afskaplega lítið fer úrskeiðis og allt virðist ganga eins smurð vél. Gallinn er að það gerir það bara svo lengi sem að það er eitthvað sem að Apple leyfir. Einnig er iOS í grunnin ekkert búið að þróast af viti, og er í raun sama sullið og í upphafi. Bara 7 árum seinna.
- Hvað líkaði mér best: Control Center og Notification Center. Ótrúlega þægilegt að renna yfir það sem að maður hefur misst af á einum stað, í einum rykk. Control Center er mjög sniðugt!
- Hvað líkaði mér EKKI við: Lok, lok og læs og allt í stáli. Dautt umhverfi.
Google (Android)
Af hverju Android er búið að ná svona rosalegum yfirburðum er líklegast sama ástæðan og Windows gersigraði Mac á sínum tíma. Það er alls staðar og á öllum tækjum. Og nánast engar takmarkanir. Eins lokað og iOS (og Windows Phone) eru, þá virðist ekkert vera lokað í Android. Það virðist eiginlega ekki vera neinar hömlur á neinu! Það eru það nú samt, en ekki margar. Ég vil byrja á því ausa tveimur komplimentum. 1. Bissness-strategían hjá Google við að ná útbreiðslu er búin að svínvirka. Hats off. 2. Það er mikið of rosalega góðu hardware í þessu vistkerfi (Sony Xperia Z1, Samsung Note3, LG G2, o.s.frv.) Sem dæmi finnst mér LG G2 með flottustu tækjum sem að ég hef séð. Þá er ég líka búinn að telja upp það sem að mér finnst gott við Android. Sure, það eru fleiri hlutir sem að hægt er að benda á, en ég hef bara engan áhuga á því þar sem að ég bókstaflega hata Google og allt sem að þeir gera þessa dagana. Siðferðislega er þetta svo falskt fyrirtæki að mér bíður við því. Þetta litar að sjálfsögðu skoðanir mínar á Android, en mér er bara nokk sama. Það er ekki að ástæðulausu að það er allt á floti í illum hugbúnaði á Android. Allt er svo opið og hægt að tjónka við svo miklu að maður verður oft á tíðum hræddur. Ekki bætir fyrir að Google sjálfir eru nánast verri en NSA þegar að það kemur að persónunjósnum!
- Hvað líkaði mér best: Sveigjanleikinn og flott tæki.
- Hvað líkaði mér EKKI við: Jíííííí-haaaaa. Android er eins og villta vestrið! Kreisí.
Microsoft (Windows Phone)
Þaðan kom ég og þar er ég nú. Af hverju? Jú, mér finnst persónulega það einfaldasta og meðfærilegasta af þessum þremur. Það er fullt sem að mér finnst vanta og eitthvað virðist vera á leiðinni í 8.1, en á heildina litið finnst mér það vera með langeinföldustu lærdómskúrvuna og þjóna því sem að ÉG GERI langbest. Og það er víst aðalatriðið. Risastórplús er hvað einfalt er að stilla vekjaraklukkuna. (ótrúlegt hvað þetta verður mikilvægt allt í einu)
Að lokum…
Það eru kostir og gallar við þetta allt saman, en nú er ég búinn að nota þetta allt saman og ég er nú lúnkinn power-user og því fær um að dæma lifendur og dauða. iPhone finnst mér ofur-hypað. Það er flott og smurt og fágað, en það er ekki endurkoma frelsarans. Að mínu mati er iOS búið að toppa og það fyrir tveimur árum (7.x er mjög kosmetísk uppfærsla) Android finnst mér bara „klikk“! Það virðast engar reglur gilda og fullt af öppum krassa í tíma og ótíma. Ekkert er eins frá framleiðanda til framleiðanda. Ef ég ætti að líkja Android við eitthvað, þá er það eins og að vera bundin nakin ofan á Formúlubíl og keyrður um bæinn á 300km hraða. Windows Phone finnst mér þroskast alltof hægt. Það er algert rugl hvernig svona lokað vistkerfi getur verið lengi að þróa sig áfram. Þetta á ekkert eftir að batna með tilkomu Nokia-starfsmannana, sem að eru notorius fyrir að vera með grilljón smávarianta á sama hlutnum. Svona bara til að hafa eitthvað að gera í vinnuni.
Bottomline: QuizUp er ágætur leikur, en Clash Of Clans er mjög góður leikur.
Höfundur: Árni Jónsson