Eins og margir kannski vita þá var spurningaleikurinn QuizUp tilnefndur til hinna árlegu Crunchiesverðlauna sem TechCrunch sem stendur fyrirí samstarfi við fréttavefsíðurnar GigaOm og VentureBeat. QuizUp var tilnefnt í flokknum „Fastest rising startup“ og keppti þar við fyrirtækin Lulu, Tinder, Upworthy og Whisper en tilkynnt var um þetta fyrir skemmstu.
Að vera tilnefnd er stórmál á alla mælikvarða en í fyrra vann Snapchat verðlaunin í þessum flokki og Pinterest árið á undan. Keppt var í 20 flokkum og gafst almenningi tækifæri til að kjósa í hverjum flokki fyrir sig. Þetta voru sjöundu Crunchiesverðlaunin en afhendingin fór fram í San Francisco en kynnir hennar var grínistinn John Oliver sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttum á borð við Daily Show og Community.
Quizup var tilnefnt í flokknum “Fastest Rising Startup”
Mér finnst að QuipUp fólk geti verið sátt við annað sætið þar sem leikurinn kom út sjöunda nóvember og var því aðeins 54 daga á markaði á síðasta ári.
Til lukku með árangurinn með QuizUp !!!