Ég hef verið að nota Lenovo Thinkpad T400 fartölvu síðustu fimm árin, vélin hefur þjónað mér æði vel og dugar að mörgu leiti ágætlega enn í dag. Ég er búinn að stækka vinnsluminnið í 8GB ásamt því að hafa sett í hana sprækan SSD harð disk. Núna er samt kominn tími á nýja vél og þó svo að þessar stækkanir hafa hraðað mikið á vélinni þá er hún kominn að þolmörkum blessunin.
Ég hafði því samband við nokkrar verslanir og bað þá um að senda mér tilboð í draumavélina fyrir mig. Ég vildi hafa hana sterkbyggða, helst með snertiskjá, ég vildi hafa i7 örgjörva, SSD harðdisk og að lágmarki 8GB í vinnsluminni.
Ég vill sem sagt “bara” létta, sterka, öfluga og góða tölvu sem kostar ekki augun úr….. How hard can it be ?
Söluaðilar hafa stillt upp nokkrum vélum sem ég fjalla um á næstu dögum og vikum en fyrsta vélin sem ég fékk í hendurnar var beint af móðurskipi okkar Microsoft manna.
Þetta er Surface Pro 2 vélin frá Microsoft sem er uppfærsla (Version 2) af Surface Pro vélinni sem kom út fyrir rúmlega ári síðan og er fjallað um hér. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessari vél enda hefur verið erfitt að fá hana því hún hefur verið uppseld frá fyrsta degi eins og ég hef áður minnst á.
Vonandi nýtast þessar pælingar mínar einhverjum öðrum en mér þó svo að notkun og kröfur notenda séu misjafnar. Ég hef prófað að vera með öflugavinnustöð í vinnu og léttari fartölvu til að flakka með mér en það hefur ekki hentað vel þar sem ég þarf alltaf öfluga vél með mér þegar ég ferðast eða er að vinna heiman frá mér.
Eins og með flesta tölvukalla þá fer mín vinna nær eingöngu framm í tölvu sem er í gangi 14-18 tíma á dag. Ég tek tölvuna með mér heim eftir vinnu og kveiki á henni þar til að vera á vaktinni og til að klára það sem þarf að gera utan skrifstofutíma. Ég ferðast mikið með vélina innanlands sem erlendis og vinn oft með hana í mjög krefjandi aðstæðum sem “venjulegar” heimilistölvur þola illa.
Endilega fylgist með “leitinni” og sendið mér spurningu ef það er eitthvað sem þið viljið að ég prófi sérstaklega fyrir ykkur. Bendi sölumönnum einnig að hafa samband ef þið eruð með vél sem gæti hentað vel í þessar prófanir.
2 athugasemdir
ég er persónulega að spá í T440 vélina, hefurðu athugað hana?
var lengi að skoða X1 carbon líka en hún er ekki voða “dock” friendly, annars hefði ég keypt hana á sínum tíma
Hún er mjög líkleg, er reynar að bíða eftir Carbon V2 sem er að lenda. Er annars að testa Thinkpad Yoga núna sem lofar góðu með i7, 8GB ram og SSD.