Heim Ýmislegt DDoS árásir frá snjalltækjum og öppum

DDoS árásir frá snjalltækjum og öppum

eftir Jón Ólafsson

Ég fékk ábendingu um áhugaverðan morgunverðafund hjá Nýherja sem mig langar að deila með ykkur og birti ég hér kynningartextan óbreyttann.

 

Svokölluðum DDoS árásum, sem eru tölvuárásir frá mörgum tækjum sem valda þjónusturofi, fjölgaði um þriðjung á nýliðnu ári, að sögn tæknifyrirtækisins Prolexic. Þá eru dæmi um að slíkar árásir séu nú gerðar frá öppum og snjalltækjum. Prolexic verður með erindi á morgunverðarfundi Nýherja næsta fimmtudag.

Á morgunverðarfundinum mun fulltrúi frá Prolexic fjalla um hvernig fyrirtæki geta varið sig fyrir DdoS árásum. Þar verður einnig fjallað um öryggisvitund starfsmanna, BYOD-stefnu og vef- og gagnavarnir gegn ytri og innri hættum.

Tölvuþrjótar gera DDoS-árásir [distributed denial-of-service] með því að brjótast inn í fjölda véla og ná þeim á sitt vald og nota þær til þess að gera árásir á skotmörk. Slík skotmörk geta verið einstök fyrirtæki, stofnanir, sveitafélög eða ríki. Afleiðingar eru meðal annars þjónusturof til skemmri eða lengri tíma.

Prolexic segir að á liðnu ári hafi margar árásir verið um 100 Gb/s á sekúndu, þar af hafi sú stærsta verið 179 Gb/s.

Fyrstu merki þess að árásir séu gerðar frá öppum eða snjalltækjum hafi komið fram á liðnu ári, en flestar árásir eigi uppruna sinn í Asíu, að sögn Prolexic.

Frekari upplýsingar má finna hér.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira