Það gleður mig að tilkynna að Lappari.com er nú kominn með sér app fyrir Windows 8 sem er unnið og hannað af Sigurjóni Lýðssyni dev gúru með meiru. Þetta er skemmtileg viðbót og geta nú lesendur nálgast efni af vefsíðunni, Facebook, Twitter, Flipboard, Windows 8 og með Windows Phone appi.
Þessi fyrsta útgáfa er í grunnin mjög einfalt í notkun en á upphafsmynd eru nýjustu fréttir og ef flett er frá hægri til vinsri þá koma föstudagsviðtölin.
Ef frétt er opnuð þá kemur hún svona út, aðlesanleg og þægilegt að fletta í gegnum hana.
Ef strokið er inn frá hægri hlið (charms bar) og smellt á share/deila þá er einfalt að deila fréttum á aðra miðla
Ég þakka Sigurjóni kærlega fyrir þetta framlag hans til Lapparans og verður hann mögulega verðlaunaður með Föstudagsviðtali 🙂
Appið notar RSS feed sem verður sjálfkrafa til þegar ég pósta einhverju á Lappari.com og því er utanumhald ekkert og appið uppfærist því þegar nýtt efni kemur á vefinn, þetta er því einfalt fyrir mig ásamt því að appið er mjög einfalt í nokun og kemur efni á auðveldan hátt til lesenda.
Hér er tengill til að sækja appið sem vitanlega virkar á allar Windows 8 vélar / Windows 8 RT líka / Appið er 117 KB að stærð
Appið er vitanlega bara sett á íslenska hluta af Microsoft Store þannig að þú þarft mögulega að breyta landssvæði í Iceland til að sækja það eins og sýnt er hér.