Heim Ýmislegt Vodagate – Upplýsingar frá Vodafone

Vodagate – Upplýsingar frá Vodafone

eftir Jón Ólafsson

Eftirfarandi birtist á Facebook síðu Vodafone en hægt er að lesa meira um málið hér.

 

————

 

Vegna frétta af innbroti erlends tölvuhakkara á vefsíðuna okkar í dag hafa fjölmargir viðskiptavinir haft samband við okkur.
Hjálagðar eru nokkrar algengar spurningar frá viðskiptavinum og svör við þeim:

Eru SMS sem ég sendi úr símanum mínum á internetinu?
SVAR: Nei. Gögnin sem um ræðir eru SMS sem send hafa verið í gegnum vef Vodafone

Eru bankaupplýsingarnar mínar eða kreditkortanúmer á netin…u? Þarf ég að loka kreditkortinu mínu?
SVAR: Vodafone hefur engar upplýsingar sem benda til þess að kreditkortaupplýsingar hafi lekið nema í þeim tilfellum sem viðskiptavinir sendu slíkar upplýsingar sem texta í vefSMS.

Þarf ég að breyta lykilorðinu mínu inn á heimabankann?
SVAR: Ef þú ert með mínar síður hjá Vodafone og notar sama lykilorð þar og inn á heimabankann þinn mælum við hiklaust með því að breyta lykilorðinu strax sem og á öðrum síðum sem þú notar sama lykilorð inn á.

Hvað með vefi sem eru hýstir hjá Vodafone?
Urðu þeir fyrir árás, eru þeir öruggir og þarf að breyta lykilorði á vefumsýslunni?
SVAR: Nei, vefir sem hýstir eru hjá Vodafone urðu ekki fyrir árás

Hvernig kemst ég í tölvupóstinn minn?
SVAR: Ekki þarf að fara inn á vodafone.is til að komast í tölvupóstinn. Hægt er að fara inn á www.internet.is

Var farið inn á póstinn minn sem hýstur er hjá Vodafone
SVAR: Nei, það var ekki gert.

Komst hakkarinn yfir lykilorðið á routernum mínum?
SVAR: Nei

Hefur árásin einhver áhrif á farsímann minn, netið eða sjónvarp?
SVAR: Árásin hefur ekki áhrif á fjarskipti einstaklinga og fyrirtækja, hvorki netnotkun, farsímanotkun eða heimasímanotkun.

Hvernig ætlið þið að bregðast við dreifingu á gögnum úr innbroti hakkarans?
SVAR: Innbrot á vef Vodafone í nótt verður kært til lögreglu. Yfirmenn Vodafone sitja nú á fundi með lögreglu vegna málsins. Öll notkun og birting á stolnu gögnunum er ólögleg og alvarlegt brot á friðhelgi fólks.

Er verið að hlera símann minn?
SVAR: Nei

Fóru út upplýsingar um SMS frá bönkunum?
SVAR: Nei

Er mér óhætt að fara á internetið?
SVAR: Já

Er mér óhætt að fara inn á heimabankann minn?
SVAR: Já

Við munum setja inn fleiri svör um leið og þau liggja fyrir.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira