Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Guðmundur Arnar Sigmundsson

Föstudagsviðtalið – Guðmundur Arnar Sigmundsson

eftir Jón Ólafsson

Nú er komið að viðtali númer 22 hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Sá sem er í heita sætinu að þessu sinni heitir Guðmundur Sigmundsson og er mörgum í snjalltækjaheiminum kunnugur en hann er einn af fjölmörgum meðlimum á snjallsímablogginu Simon. Hann hefur þó ekki skrifað mikið þar síðustu mánuði en hann tekur engu að síður þátt í umfjöllun um snjalltæki og þekkir þennan geira ansi vel og sérstaklega það sem snýr að Windows Phone og Microsoft.

Ég kynntist Gumma byrjun árs þegar ég var enn að skrifa á Simon og enduðum við oft “saman í liði” sem Microsoft kallarnir í hópnum sem eðli málsins vegna höfðum yfirleitt rétt fyrir okkur (að okkar mati). Frábært að eiga Gumma að sem félaga enda einstaklega þæginlegt að leita til hans ef manni vantar smá aðstoð eða ráðleggingar.

 

Þó svo að ég sé ekki lengur hluti af Simon hópunum þá höldum við allir engu að síður góðu sambandi enda eigum við það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á snjalltækjum og tækni almennt. Allir eigum við það einnig sameiginlegt að hafa alltaf rétt fyrir okkur og það bíður vitanlega uppá líflegar og skemmtilegar umræður.

En nú hætti ég þessu rugli og kynni til leiks Gumma Simma…

 

 

Hver ert þú, hvaðan ertu og hvað ertu gamall?

Guðmundur Sigmundsson, Gummi Simma, rétt rúmlega þrítugur Ísfirðingur. Það finnst öllum voða cool, nema Hornstrendingum, þeim finnst bara cool að vera frá Hörnströndum.

 

Við hvað starfar þú?

Ég hef starfað síðastliðin 5 ár hjá Vodafone á Íslandi en skipti yfir til Nýherja fyrir einum mánuði. Þar starfa ég nú á Netdeild.

 

Lífsmottó?

Er alltaf svo snöggur að detta í frasa við svona spurningum. “Walk the Talk” eða “Allt er betra í bikini”. Í einlægni þá reyni ég að taka æðruleysið á þetta og reyna að láta ekki hluti sem ég hef litla/enga stjórn á hafa áhrif á mig.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni (PC eða MAC)?

Windows 8 á nýju Lenovo vélinni. Ég er mjög ánægður með “áttuna”. Finnst hún ljósárum á undan “sjöunni” og skil ekkert afhverju kerfið er svona illa liðið hjá tæknibloggurum. Sem betur fer er almenningur ekki að hlusta mikið á þá og fínt “pick-up” rate á kerfinu.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

1998. Fékk risastórann Nokia síma með utanáliggjandi loftneti. Man ekki nafnið á honum en kallaði hann alltaf “Nokia 1-tonn”.

Hvernig síma ertu með í dag?

Nokia Lumia 920. Nýji síminn minn með flottu myndavélina sem ég fékk fyrir nokkrum mánuðum. Er eiginlega farið að finnast hann full gamall.

 

Nýtist Síminn við vinnu?

Hann nýtist aðalega í að lesa og skrifa mjög stutta tölvupósta. Svo hef ég stundum gripið í Teamviewer eða Remote Desktop til að fjarstýra netkerfum í neyð.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hvað ég næ þungu höggi með honum á þá sem gagnrýna hann fyrir að vera of þungur. Svo er hann með rosalega góða myndavél.
Aukakosturinn sem ég áttaði mig ekki á áður en ég fékk hann er hvað Nokia Here navigation er mikil snilld. Er hættur að villast í borginni.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Já sem betur fer. Fullt af hlutum. Aðalega samt að hafa ekki VPN tengimöguleika og að hafa ekki þægilegra íslenskt lyklaborð. Síðan böggar mig að hafa ekki eina ríkis-hljóðstillingu sem nær yfir bæði hringitóna og aðra almenna hljóma úr símanum.

Ég tel að maður sé kominn í óæskilegan “fanboy”-hóp þegar maður er hættur að sjá gallana á tækinu sínu.

 

Hvaða öpp notar þú mest (top 5 listinn)

  • Office (Allt saman)
  • Facebook
  • Skype
  • Tile Livescore
  • Here Navigation

(þessi listi hefði mátt vera lengri… náði ekkert að telja upp Runtastic, Tile Livescore og 6tag og Twitter 🙂

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég væri rosalega mikið til í 6 tommu útgáfu af nýja Lumia 1020 með ofurmyndavélinni. Lendi í vandræðum með að velja á milli 1020 og 1520 þegar hann kemur, en sá síðarnefndi verður einmitt 6″ tæki.

 

Hvaða tæknisíðum fylgist þú reglulega með?

Þeir sem bera af að mínu viti eru snillingarnir hjá Anandtech. Síðan les ég oft WMpoweruser, Engadget, Toms Hardware, Lappari, Techgage, Supersite for Windows og Símon.is.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Já. Oftast leiðist mér öpp… og alla þessa app-væðingu sem er að tröllríða öllu. Alveg sama hvar ég sé öpp (iOS, Windows eða Android) þá finnst mér þau að megninu til vera takmarkaðar (og oft tilgangslausar) útgáfur af miklu þróaðri systur-forritum þeirra úr Desktop heimnum.
Mér finnst flest öpp of “heimsk”. Kenni Steve Jobs um þessa þróun og bíð þess að þessi “bóla” klárist og menn fari að fókusa á öflug desktop forrit aftur 🙂

 

Síðan eru það skjáskotin frá Gumma

wp_ss_20131010_0001 wp_ss_20131010_0002 wp_ss_20131010_0004

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira